fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

417.000 Evrópubúar deyja árlega vegna loftmengunar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 08:00

Mengunin í London er mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ári hverju deyja 417.000 Evrópubúar ótímabærum dauða af völdum loftmengunar. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu frá Evrópsku umhverfisstofnuninni sem var birt á mánudaginn. Í henni kemur fram að 2018 hafi 417.000 Evrópubúar látist af völdum skaðlegra agna í andrúmsloftinu.

Þessar agnir berast meðal annars frá ökutækjum, skipum, orkuframleiðslu, iðnaði og kamínum. Þær geta borist djúpt niður í lungun og þannig valið bæði lungna- og hjartasjúkdómum.

Þrátt fyrir að tölurnar séu háar þá er rétt að hafa í huga að þær hafa batnað. 2009 létust 477.000 manns í álfunni af völdum loftmengunar. Í fréttatilkynningu frá Evrópsku umhverfisstofnuninni er haft eftir Hans Bruyninckx, forstjóra hennar, að góðu fréttirnar séu að loftgæðin fari batnandi vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til en þó sé fjöldi dauðsfalla of mikill. Fylgst er með magni agna í loftinu með mælingum á 4.000 stöðum í Evrópu. Ástandið er verst á Ítalíu, Póllandi, Tékklandi, Króatíu, Búlgaríu og Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?