fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 10:33

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá þriðjudegi og fram á miðvikudag létust 96 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þetta er mesti fjöldi andláta af völdum COVID-19 á einum degi í þrjá mánuði.

Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær.  Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram að þessu.

Ef dánartölur eru skoðaðar út frá fjölda andláta á hverja 100.000 íbúa þá skera Svíar sig úr meðal Norðurlandanna. Samkvæmt tölum frá hinum alþjóðlega gagnabanka Statista er dánarhlutfallið í Svíþjóð 60 á hverja 100.000 íbúa. Í Danmörku er hlutfallið 13 á hverja 100.000 íbúa og 5,5 í Noregi.

Hlutfallið á hverja 100.000 íbúa er þó hærra í Belgíu, Spáni, Bretland, Ítalíu og Frakklandi.

Samkvæmt tölum, sem sænsk heilbrigðisyfirvöld birtu á þriðjudaginn, var COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin á fyrri helmingi ársins. Fleiri létust úr hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“

Talskona Biden lofar „sannleika og gegnsæi“
Pressan
Í gær

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðhæfa að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan

Staðhæfa að kórónuveirufaraldurinn eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni