fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Pressan

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 20:22

Rudy Giuliani. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er haldið fram í frétt á The Guardian að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögfræðilegur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gerist sekur um ósæmilega hegðun í nýrri mynd háðfuglsins Sacha Baron Cohen, um Kasakstan-búann Borat.

Guiliani er sagður fitla við sig undir buxunum fyrir framan konu sem hann áleit vera unga blaðakonu. Er borgarstjórinn fyrrverandi sagður ekki hafa vitað af því að verið væri að mynda hann. Giuliani er einnig sagður hafa sýnt mjög daðurslegt viðmót við konuna. Í rauninni er um að ræða leikkonu sem leikur dóttur Borats í myndinni, en í myndum Cohens er einatt blandað með þessum hætti saman skáldskap og veruleika.

Giuliani er 76 ára gamall og er mikilvægur hlekkur í kosningabaráttu Trumps. Hann er sagður hafa komist yfir tölvugögn sem sýni meint misferli mótframbjóðanda Trumps,  Joe Biden.

Fulltrúar Giuliani hafa ekki svarað fyrirspurnum The Guardian um málið.

Ákveðin forsaga að málinu er sú að Giuliani hringdi á lögregluna í New York síðasta sumar, í byrjun júlí. Sagði hann að maður í furðufötum hefði ruðst inn á heimili sitt. Í viðtali við New York Post segist hann hafa gert sér grein fyrir því síðar að hinn óboðni gestur hefði verið Sach Baron Cohen. Cohen hefði flúið af vettvangi. Sagðist Giuliani vera feginn að hafa ekki látið háðfuglinn plata sig.

Ef upplýsingar Guardian eru réttar lítur þrátt fyrir allt út fyrir að Giuliani hafi verið plataður.

Myndin verður frumsýnd á föstudaginn.

Sjá nánar á vef The Guardian. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hræðilegt slys og atburðir tengdir því – Hvernig gat þetta gerst?

Hræðilegt slys og atburðir tengdir því – Hvernig gat þetta gerst?
Pressan
Í gær

Kom óvenjulega snemma heim og sá að eitthvað var öðruvísi – „Eins og atriði úr hryllingsmynd“

Kom óvenjulega snemma heim og sá að eitthvað var öðruvísi – „Eins og atriði úr hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús

Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar byggja sóttkvíarmiðstöð fyrir 4.000 manns

Kínverjar byggja sóttkvíarmiðstöð fyrir 4.000 manns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skuggalegt mál í Þýskalandi – Lögreglan ber kennsl á lík

Skuggalegt mál í Þýskalandi – Lögreglan ber kennsl á lík
Pressan
Fyrir 3 dögum

Landamæri Ástralíu verða væntanlega lokuð allt árið

Landamæri Ástralíu verða væntanlega lokuð allt árið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir ólíklegt að COVID-19 hverfi algjörlega

Segir ólíklegt að COVID-19 hverfi algjörlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur