fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Báru loks kennsl á líkamsleifar sem fundust 1981

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 21:30

Samuel Little.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Georgíuríki í Bandaríkjunum bar nýlega kennsl á konulík sem fannst 1981 í Dade County. Konan hét Patricia Parker og segja lögreglumenn hjá Georgia Bureau of Investigation að hún hafi verið eitt fórnarlamba raðmorðingjans Samuel Little.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir tveimur árum hafi Little sagt lögreglumönnum í Texas að hann hafi myrt unga svarta konu í Chattanooga í Tennessee snemma á níunda áratugnum. Lögreglumenn frá Georgíu og Tennessee hittu Little og fengu meiri upplýsingar sem urðu til þess að þeir sannfærðust um að líkamsleifar sem fundust í Dade County 1981 væru af konunni sem Little nam á brott í Chattanooga og myrti í Georgíu.

Lögreglan birti á síðasta ári endurgerð af höfuðkúpu konunnar og bað um aðstoð almennings við að bera kennsl á hana. Fjölskylda gaf sig fram og rannsókn á erfðaefnum úr fjölskyldumeðlimum og líkinu sýndu að hér var um Parker að ræða en hún var þrítug þegar hún var myrt.

Little, sem afplánar nú þrjá lífstíðardóma í Kaliforníu, hefur játað að hafa myrt fimm konur á Georgíu-Tennessee svæðinu, þar á meðal Parker. Hann hefur játað að hafa kyrkt 93 konur á árunum 1970 til 2005. Hann einbeitti sér að konum sem tilheyrðu viðkvæmum hópum. Til dæmis vændiskonum og fíkniefnaneytendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni

Rudy Giuliani sagður fitla við sig fyrir framan falda myndavél í nýju Borat-myndinni
Pressan
Í gær

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu

Skelfileg mannréttindabrot í Katar þrátt fyrir fögur fyrirheit gestgjafa næsta HM í knattspyrnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess

Vaknaði við undarlegt hvæsihljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess