fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

102 ára og er að fara á eftirlaun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 07:02

Bob Vollmer. Mynd:Indiana Department of Natural Resources

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega sex áratugi hefur Bob Vollmer starfað sem landmælingamaður hjá Indiana Department of Natural Resources. En nú telur hann að tími sé kominn til að setjast í helgan stein og fer á eftirlaun í næsta mánuði 102 ára að aldri! Það þarf varla að taka fram að hann er elsti starfsmaður ríkisins.

NBC skýrir frá þessu. Bob barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni fór hann í Purdeu háskólann og lauk námi 1952 sem líftæknir. Hann var ráðinn til ríkisins 1962 og hefur starfað þar síðan við gagnaöflun og við að teikna upp landamerki á jörðum í ríkiseigu. En nú segir Bob að líkaminn sé farinn að þreytast og því kominn tími til að fara á eftirlaun.

„Ég held að líkaminn segi okkur þegar það er kominn tími til að stoppa. Læknarnir segja mér að ein af ástæðunum fyrir að ég er enn að vinna sé að ég er með góð lungu.“

Segir Bob ætlar að vinna sinn síðasta dag þann 6. febrúar næstkomandi. Hann hefur í hyggju að lesa mikið þegar hann er farinn á eftirlaun og sinna rekstrinum á bóndabýli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli