fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

102 ára og er að fara á eftirlaun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 07:02

Bob Vollmer. Mynd:Indiana Department of Natural Resources

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæplega sex áratugi hefur Bob Vollmer starfað sem landmælingamaður hjá Indiana Department of Natural Resources. En nú telur hann að tími sé kominn til að setjast í helgan stein og fer á eftirlaun í næsta mánuði 102 ára að aldri! Það þarf varla að taka fram að hann er elsti starfsmaður ríkisins.

NBC skýrir frá þessu. Bob barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Að henni lokinni fór hann í Purdeu háskólann og lauk námi 1952 sem líftæknir. Hann var ráðinn til ríkisins 1962 og hefur starfað þar síðan við gagnaöflun og við að teikna upp landamerki á jörðum í ríkiseigu. En nú segir Bob að líkaminn sé farinn að þreytast og því kominn tími til að fara á eftirlaun.

„Ég held að líkaminn segi okkur þegar það er kominn tími til að stoppa. Læknarnir segja mér að ein af ástæðunum fyrir að ég er enn að vinna sé að ég er með góð lungu.“

Segir Bob ætlar að vinna sinn síðasta dag þann 6. febrúar næstkomandi. Hann hefur í hyggju að lesa mikið þegar hann er farinn á eftirlaun og sinna rekstrinum á bóndabýli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?