fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Metfjöldi sprenginga í Svíþjóð á síðasta ári – Fimm á viku að meðaltali

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári urðu 257 sprengingar í Svíþjóð og er þá átt við sprengingar þar sem glæpamenn standa að baki. Aukningin nam 59 prósentum frá árinu á undan. Þetta þýðir að á síðasta ári hafi fimm sprengjur sprungið í viku hverri ef tilvikunum er dreift jafnt á árið. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá afbrotavarnarráði Svíþjóðar.

Yfirleitt er talað um að sprengingarnar tengist starfsemi og átökum glæpagengja í landinu en lögreglan hefur ekki náð miklum árangri í baráttunni gegn gengjunum. Lögreglan upplýsti aðeins um tíu prósent af sprengjumálunum á síðasta ári.

Linda Staaf, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglustjóraembættisins, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið í haust að sprengingarnar væru meðal annars notaðar til „kúgana, hefnda og til að hóta“. Hér sé ekki eingöngu um vanda tengdum stóru bæjunum og borgunum að ræða því sprengjur hafi einnig verið sprengdar í litlum bæjum.

Sprengingarnar einskorðast ekki við þau hverfi sem glíma við mestu félagslegu vandamálin og glæptatíðnina því þær eru farnar að teygja sig inn í hverfi millistéttarinnar.

Þetta veldur því að almenningur finnur til vaxandi óöryggis en fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að tengja Svíþjóð við átök glæpagengja, skotárásir og sprengjutilræði. Málin eru ofarlega í huga Svía sem eru ósáttir við stjórnmálamenn og telja þá ekki taka nægilega fast á þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli