fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Keypti notaðan sófa: Það var góð ástæða fyrir því að hann var svona harður

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 20. janúar 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Howard Kirby, karlmaður í Michigan í Bandaríkjunum, skellti sér á flóamarkað á dögunum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann keypti sér sófa á 70 dollara, tæpar tíu þúsund krónur.

Eins og verðmiðinn gefur kannski til kynna var ekki um neitt sérlega glæsilegan sófa að ræða – og ekki heldur mjög þægilegan. Hann var harður og það reyndist góð ástæða fyrir því. Þegar dóttir Howards tók upp eina pulluna blasti óraunveruleg sjón við; alveg hreint heill haugur af seðlum.

Í heildina voru 43 þúsund Bandaríkjadalir faldir í sófanun, en það er upphæð sem nemur rúmum 5,3 milljónum króna.

Howard klóraði sér í kollinum yfir þessum óvenjulega fundi. Hann langaði vitanlega að eiga peningana enda þurfti hann að gera við þakið á húsi sínu. Hann hafði meira að segja samband við lögmann sem sagði að hann væri réttmætur eigandi peninganna.

En Howard leið ekki vel með að eigna sér peningana og hann hafði því samband við umræddan flóamarkað sem hafði upp á upphaflegum eiganda sófans. Öllum peningunum var svo skilað á fimmtudag í síðustu viku.

Eigandi peninganna heitir Kim Fauth-Newberry og var hann yfir sig ánægður þegar hann fékk þá aftur í hendurnar. Í ljós kom að afi Kims hafði komið peningunum fyrir í sófanum, en hann var nýlátinn og voru aðstandendur að reyna að koma eigum hans í verð eftir andlátið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli