fbpx
Þriðjudagur 31.mars 2020
Pressan

Feðgar þrívíddarprentuðu Lamborghini í fullri stærð – Síðan kom símtal sem þeir áttu enga von á

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 06:00

Þrívíddar Lamborhini bíllinn. Mynd: Sterling Backus/Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2018 hófust feðgar, sem búa í Colorado í Bandaríkjunum, handa við draumaverkefnið sitt. Þeir byrjuðu þá að prenta, með þrívíddarprentara, hina ýmsu hluta Lamborghini Aventador bíls. Þegar upp var staðið  voru þeir búnir að búa til nákvæma eftirlíkingu af slíkum bíl. Faðirinn, Sterling Backus, segir að hann hafi alltaf verið „Lamborghini-strákur“ og 12 ára sonur hans virðist einnig hrifinn af slíkum bílum. En fyrir tveimur mánuðum fengu þeir símtal sem þeir áttu alls enga von á.

CNN skýrir frá þessu. Á hinum endanum var Katia Bassi, markaðsstjóri Lamborghini. Backus segir að símtalið hafi verið eins og að „fá hringingu frá páfanum“.

Erindi Bassi var að fá bíl þeirra feðga lánaðan til að nota í jólaauglýsingu og áttu Backus og fjölskylda hans að koma fram í auglýsingunni. Á móti bauð Bassi þeim að fá ekta Lamborghini Aventador lánaðan í tvær vikur.

Lánsbíllinn góði. Mynd:Sterling Backus/Twitter.

Slíkur bíll kostar sem svarar til rúmlega 60 milljóna íslenskra króna í Bandaríkjunum.

Feðgarnir voru að vonum alsælir með þetta og segist Backu hafa notað bílinn á hverjum degi í þessar tvær vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hóstaði viljandi á ferskvörur í matvöruverslun – Þurfti að henda mat fyrir 5 milljónir

Hóstaði viljandi á ferskvörur í matvöruverslun – Þurfti að henda mat fyrir 5 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson með COVID-19

Boris Johnson með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“

„11. september var ekkert í samanborið við þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp

Bóluefni gegn COVID-19 gæti verið tilbúið í haust – Aðeins fyrir ákveðinn þjóðfélagshóp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfileg þróun COVID-19 í Stokkhólmi – 18 létust á einum sólarhring

Skelfileg þróun COVID-19 í Stokkhólmi – 18 létust á einum sólarhring
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita

Eru kjöraðstæður fyrir COVID-19 hér á landi? – Smitast best í litlum loftraka og 5 til 11 gráðu hita
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla

Prins Andrew hefur ráðið her lögmanna og almannatengla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?

Kínversk yfirvöld segja að engin ný smit hafi greinst í Hubei – Er það kannski ekki rétt?