fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 21:30

Margar apategundir eru með skott. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suma daga er maður bara óheppinn og svo eru dagar þar sem maður hugleiðir hvort maður hefði ekki bara átt að halda sig heima í rúminu allan daginn. Það hefur eflaust hvarflað að starfsmanni indverskrar rannsóknarstofu þegar hópur apa réðst á hann nýlega.

Maðurinn var að flytja blóðsýni, úr fólki sem hafði greinst með COVID-19, á milli bygginga læknaháskólans í Meerut. Skyndilega varð hann fyrir árás apahóps sem stal blóðprufunum og lagði síðan á flótta.

„Aparnir stálu og flúðu á brott með blóðprufur úr fjórum COVID-19 sjúklingum, sem fá meðferð hjá okkur. Við neyddumst til að taka ný blóðsýni úr þeim.“

Sagði S.K. Garg, yfirmaður við háskólann,  að sögn Reuters.

Nokkru síðar náðust myndir af einum apanum þar sem hann sat í tré og virtist reyna að gæða sér á pokunum með blóðinu. Íbúar í nágrenni háskólans urðu að vonum mjög áhyggjufullir við þetta og óttuðust að þjófnaður apanna gæti orðið til þess að veiran myndi breiðast út á svæðinu.

Blóðpokarnir fundust aftur og talið er að litlar líkur séu á að veiran dreifist um svæðið því ekki var að sjá að öpunum hafi tekist að gera gat á pokana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“