fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Handtökur í óhugnanlegu morð- og mannránsmáli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 06:58

Tijuana í Mexíkó er hægra megin við girðinguna og San Diego vinstra megin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bandaríkjunum annars vegar og Mexíkó hins vegar hafa handtekið samtals 11 manns vegna rannsóknar á mannránum og morðum. Bandaríska lögreglan hefur handtekið tvítuga bandaríska konu, Leslie Matla, og 25 ára mexíkóskan unnusta hennar, Juan Sanchez. Þau eru grunuð um mannrán og peningaþvætti í tengslum við mannrán en þremur mönnum frá Kaliforníu var rænt í Mexíkó og tveir þeirra myrtir.

Bandarísk yfirvöld segja að Matla hafi þrisvar sinnum farið yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í mars og apríl til að sækja lausnargjald, sem fjölskyldur mannanna þriggja, höfðu greitt.

Þeim var rænt 28. mars, 13. apríl og 22. apríl. Þeir voru í viðskiptaferðum eða í heimsókn hjá ættingjum í Tijuana sem er Í Mexíkó, nánast samvaxinn við San Diego í Bandaríkjunum. Síðan var hringt í fjölskyldur mannanna, úr mexíkóskum símanúmerum, og þeir krafðir um lausnargjald sem átti að skilja eftir á fyrirfram ákveðnum stað.

Mexíkóska lögreglan fann lík eins mannsins 29. mars, degi eftir að sonur hans hafði skilið tösku með 25.000 dollurum, sem hafði verið krafist í lausnargjald, eftir á salerni á veitingastað í San Ysidro.

Lík annars fannst 14. apríl en daginn áður höfðu ættingjar hans reynt að afhenda konu, sem lögreglan telur að sé Leslie Matla, 25.000 dollara lausnargjald á bifreiðastæði í Norwalk.

Lögreglan í Tijuana bjargaði þriðja manninum eftir að ættingjar hans sneru sér til lögreglunnar og sögðu að honum hefði verið rænt og 20.000 dollara krafist í lausnargjald. Hann fannst á hóteli. Hinum mönnum var einnig haldið þar, áður en þeir voru myrtir, miðað við farsímagögn.

Mexíkóska lögreglan hefur handtekið níu manns vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni