fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fá 100 þúsund krónur á mánuði fyrir að flytja á staðinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Mólíse-héraði á austurströnd Ítalíu eru tilbúin að leggja mikið á sig til að fjölga íbúum í héraðinu. Þeir sem flytja í héraðið geta þannig átt von á því að fá 700 evrur á mánuði, eða tæpar hundrað þúsund krónur.

Íbúar í Mólíse eru um 305 þúsund en þar – líkt og víða annars staðar á Ítalíu – eru þorp sem mega muna fífil sinn fegurri. Til að fá þessa greiðslu þurfa nýir íbúar að koma sér fyrir í þorpi sem telur færri en tvö þúsund íbúa. Þá þurfa þeir að opna rekstur af einhverju tagi.

„Fólk getur opnað hvaða rekstur sem er; bakarí, ritfangaverslun, veitingahús – hvað sem er. Markmiðið er að blása lífi í bæina okkar og fjölga íbúum,“ segir Donato Toma, forseti Mólíse-héraðs, í samtali við breska blaðið Guardian. Hafa yfirvöld heitið því að greiða mánaðarlega 700 evrur í þrjú ár, samtals 25.200 evrur, eða 3,5 milljónir króna.

Yfirvöld í héraðinu hafa samhliða þessu ákveðið að styrkja fámenna bæi og þorp fjárhagslega í þeim tilgangi að bæta innviði og menningartengda starfsemi.

Samkvæmt ítölsku hagstofunni er Mólíse það hérað á Ítalíu þar sem hvað mest fólksfækkun hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hefur íbúum fækkað um 9.000 frá árinu 2014, þar af 2.800 árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli