fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fyrrum ráðgjafi Donald Trump – „Það er allt að hrynja hjá honum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 06:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnun Donald Trump, Bandaríkjaforseta er með þeim hætti að allt er að hrynja saman. Þetta sagði Anthony Scaramucci í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina CTV. Hann var eitt sinn fjölmiðlaráðgjafi Trump eða í heila 11 daga árið 2017.

„Þetta er eins og þáttur í þáttaröðinni um Chernobyl þar sem kjarnakljúfurinn er að bráðna og fólk reynir að finna út hvort það eigi að hylma yfir það eða hreinsa upp. Mér finnst að við eigum að hreinsa til.“

Sagði Scaramucci sem þrátt fyrir ansi stuttan feril sem toppráðgjafi í Hvíta húsinu náði að setja allt á annan endann áður en hann fékk sparkið.

Í símtali við fréttamanninn Ryan Lizza valtaði hann yfir nánast allt starfslið Trump en gleymdi að taka fram að þetta mætti ekki hafa eftir honum, væru trúnaðarupplýsingar sem hann léti fréttamanninum í té. En Lizza skrifaði orðrétta frétt eftir ummælum Scaramucci og birti í The New Yorker.

Hann er nú í Kanada og hefur rætt við fjölmarga fjölmiðla þar í landi um Trump. Hann segir andlega getu hans vera á afturhaldi og hann efast um að Trump geti staðið orrahríðina af sér fram að næstu kosningum. Hann telur sífellt minni líkur á að Trump nái endurkjöri. Sjálfur leggur hann nótt við dag til að reyna að koma í veg fyrir að Trump nái endurkjöri og styður dyggilega við bakið á þeim sem bjóða sig fram gegn honum í forvali repúblikanaflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli