fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Deilt um erfðamál Aretha Franklin – Fundu handskrifaða erfðaskrá

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 05:59

Aretha Franklin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er deilt um hvort sonur söngkonunnar Aretha Franklin eigi að fá yfirráð yfir dánarbúi hennar á grundvelli handskrifaðrar erfðaskrár sem fannst undir púðum á heimili hennar í Detroit. Erfðaskráin er dagsett 2014.

Málið var tekið fyrir hjá dómara á mánudaginn og þá sögðu lögmenn dánarbúsins að „enginn grundvöllur væri til að telja að Kecalf Franklin (sonur Arethar, innsk. blaðamanns) hafi hæfileika, getu eða þekkingu til að stýra dánarbúinu,“ og bættu við að það ætti við þótt erfðaskráin yrði úrskurðuð lögleg. Ímynd Aretha, tónlist hennar og aðrar eigur eru taldar margra milljóna dollara virði og eiga væntanlega eftir að skila töluverðum tekjum á næstu árum.

Synir hennar höfðu fallist á að láta Sabrina Owens, ættingja þeirra og framkvæmdastjóra háskóla, stýra dánarbúinu eftir andlát móður þeirra en engin erfðaskrá fannst þá. Aretha lést í ágúst á síðasta ári, 76 ára að aldri. En handskrifaða erfðaskráin, sem fannst í maí, gæti breytt þessu öllu. Samkvæmt henni vildi Aretha að Kecalf Franklin myndi stýra dánarbúinu og sjá um eigur hennar.

Reiknað er með að það muni taka marga mánuði að leysa málið fyrir dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli