fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Pressan

Stefnir í stórsigur breskra íhaldsmanna – Brexit verður að veruleika í janúar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 05:03

Jeremy Corbyn og Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í stórsigur breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Um leið stefnir í afhroð Verkamannaflokksins. Enn er verið að telja atkvæði en útgönguspá og þær niðurstöður sem nú þegar liggja fyrir benda til að Íhaldsflokkurinn fái hreinan meirihluta. Þetta þýðir að Boris Johnson, forsætisráðherra, mun geta knúið útgönguna úr ESB í gegn nú í janúar. En skoski þjóðarflokkurinn bætir miklu fylgi við sig og því mun umræðan um sjálfstæði Skotlands væntanlega verða hávær á næstunni en Skotar eru ósáttir við útgönguna úr ESB.

Jeremy Corben, formaður Verkamannaflokksins, tilkynnti í nótt að hann verði ekki í forystu fyrir flokkinn í næstu kosningunum en muni sitja áfram í embætti þar til nýr formaður hefur verið kjörinn.

Um leið og kjörstöðum var lokað birtu stóru sjónvarpsstöðvarnar BBC, Sky News og ITV útgönguspár sem sýndu að Íhaldsflokkurinn myndi fá hreinan meirihluta meirihluta og að Verkamannaflokkurinn myndi tapa 71 þingmanni.

Fyrstu tölur benda til að þessi spá muni ganga eftir og að Íhaldsflokkurinn fái um 368 þingmenn. Það eru þó aðeins færri þingmenn en útgönguspár gerðu ráð fyrir en dugir samt sem áður til að tryggja flokknum góðan meirihluta á þinginu.

Kosningarnar snerust að mestu um Brexit og er ekki annað að sjá en Boris Johnson hafi nú fengið fullt umboð og þingmeirihluta til að ljúka útgöngunni í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja

Barbados vill verða lýðveldi og losa sig við Elísabetu II sem þjóðhöfðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða

Dýrt tjáningarfrelsi – Öryggisgæsla Rasmus Paludan hefur kostað 2,7 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til

Dularfullu heitapottsþjófnaðirnir – Glæpagengi sem athafnar sig að degi til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar