fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fyrrum þýsk nýlenda í Kyrrahafi gæti orðið yngsta ríki heims

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 07:59

Bougainville. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hófst þjóðaratkvæðagreiðsla á eyjunni Bougainville um hvort hún eigi að hljóta sjálfstæði frá Papúa Nýju-Gíneu. Reiknað er með að atkvæðagreiðslan taki um tvær vikur. 206.000 manns búa í þessu fámenna eyríki en auk Bougainville eru nokkrar nærliggjandi eyjar með í atkvæðagreiðslunni. Ef tillagan um sjálfstæði verður samþykkt verður þessi fyrrum þýska nýlenda yngsta sjálfstæða ríki heims.

Bougainville er um 640 kílómetra suðaustan við Salómoneyjar en er hérað sem tilheyrir Papúa Nýju-Gíneu sem er í um 1.200 km fjarlægð. Eyjan er nefnd eftir frönskum landkönnuði  og varð þýsk nýlenda 1885. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út hertóku ástralskar hersveitir eyjuna auk annarra þýskra yfirráðasvæða í Papúa Nýju-Gíneu. Ástralir stýrðu eyjunni í 60 ár eða allt þar til hún varð hluti af Papúa Nýju-Gíneu 1975.

Mikið er af kopar og gulli á eyjunni en eyjaskeggjar hafa ekki borið mikið úr býtum við námuvinnslu erlendra fyrirtækja á eyjunni. Námuvinnslan hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og eitrað ár og vötn.

Eftir tíu ára langt borgarastríð, sem lauk 1998, var samið um það á milli Bougainville og Papú Nýju-Gíneu að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um sjálfstæði eyjunnar. 15.000 manns létust í borgarastyrjöldinni. Á meðan á henni stóðu reyndu stjórnvöld á Papúa Nýju-Gíneu að ráða breska og suður-afríska málaliða til starfa til að berjast í borgararstyrjöldinn. Þetta varð kveikjan að langvarandi vantrausti á milli Bougainville og Papúa Nýju-Gíneu.

Kjósendur hafa tvo valmöguleika í kosningunum. Annar er að eyjan fái enn meiri sjálfsstjórn frá Papúa Nýju-Gíneu eða öðlist fullt sjálfstæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli