Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Innstungan virkaði ekki: Dálítið óvænt kom í ljós þegar rafvirki kíkti á vandamálið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfðum reynt að setja hluti þarna í samband en án árangurs,“ segir Darren Steels, 45 ára Breti, sem gerði skemmtilega uppgötvun á heimili sínu fyrir skemmstu.

Þannig er mál með vexti að á besta stað í húsinu er innstunga á veggnum. Innstungan liggur við stigann og því hentugt að skella til dæmis ryksugunni í samband þegar farið er yfir stigann. En gallinn á gjöf Njarðar var bara sá að innstungan virkaði ekki.

Darren hafði búið í húsinu í tvö ár þegar hann fékk rafvirkja til að kíkja á vandamálið. Rafvirkinn rak upp stór augu þegar hann opnaði innstunguna því þá kom í ljós að um var að ræða einskonar leynihólf – sennilega til að geyma lítil verðmæti eins og skartgripi. Það dettur jú eflaust fáum innbrotsþjófum í hug að leita á stöðum sem þessum.

Darren birti myndband af þessu á samfélagsmiðlum og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla athygli. 60 þúsund manns hafa þegar horft á það og segja margir að um skemmtilega uppgötvun sé að ræða. „Það er ein innstunga heima hjá mér sem virkar ekki. Ég veit hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings