Föstudagur 13.desember 2019
Pressan

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 18:00

Það er mikið lagt undir. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Dimon, bankastjóri hjá bandaríska stórbankanum J.P. Morgan Chase er með sem svarar til um 3,8 milljarða íslenskra króna í árslaun. Hann telur að ójöfnuðurinn í bandarísku samfélagi sé nú orðinn of mikill og er óhætt að segja að þetta komi úr óvæntri átt.

Í fréttaskýringaþættinum „60 Minutes“ sagði hann að honum finnist ójöfnuðurinn vera orðinn mikið vandamál.

„Þeir ríku eru orðnir ríkari en millistéttin hefur staðið í stað síðustu 15 árin. Þetta er ekki gott fyrir Bandaríkin.“

Sagði hann.

Þessi ummæli hans komu eftir að Elizabeth Warren, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata á næsta ári, réðst harkalega á ríkustu Bandaríkjamennina, þar á meðal milljarðamæringa, fjárfesta og Leon Cooperman forstjóra vogunarsjóðs.

Dimon sagði að það væru sérstaklega þeir sem væru á lægri enda tekjulistanna sem hefðu verið skildir eftir. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að draga úr misskiptingunni með því að breyta lágmarkslaunum og beina skattalækkunum að millistéttinni og lágt launuðum.

Hann vísar því þó á bug að hans eigin laun skipti máli í umræðunni þar sem hann ráði engu um þau, það sé stjórn bankans sem ákvarði þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG

Telja að bílslys hafi verið kaldrifjað morð á vegum KBG
Pressan
Í gær

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til

Mögnuð uppgötvun – Svo stórt að það á ekki að geta verið til
Pressan
Í gær

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum

Moldríkt par var myrt í lúxusíbúðinni – Lögreglan hefur nú opinberað myndir af hræðilegum morðvettvanginum
Pressan
Í gær

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?

Hversu lengi nýtur forseti Mexíkó stuðnings þjóðarinnar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana

Ástralir vilja hætta við flugeldasýningu á gamlárskvöld og gefa bændum og slökkviliðsmönnum peningana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings

Morðalda í Lundúnum veldur ótta meðal almennings