Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Alex trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað leigusalinn hafði gert

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 06:00

Hitastillirinn. Mynd:Alex Milsom/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Milsom, 21 árs, greiðir sem svarar til um 110.000 íslenskra króna á mánuði í leigu fyrir íbúð í vesturhluta Lundúna. En nýlega gerði leigusalinn ákveðnar breytingar í húsinu en í því eru nokkrar útleiguíbúðir.

Leigusalinn setti nýjan hitastilli í íbúðina og er honum stýrt í gegnum internetið. Yfir honum er lok þannig að leigjendurnir geta ekki breytt hitastillingunni. Í samtali við BBC sagði Alex að íbúarnir hafi ekki hugmynd um á hvaða hita er stillt hverju sinni, þeir sjái ekki tölurnar á skjánum.

Samkvæmt breskum lögum hafa leigusalar heimild til að stýra hitanum á þennan hátt. BBC segir að engin lög eða reglur kveði á um að leigjendur í fjölbýlishúsum hafi rétt á að breyta hitanum sjálfir.

„Á sunnudagskvöldið vaknaði ég upp í svitabaði því hitinn var á en næsta morgun varð ég að fara í sturtu í vinnunni því það var ekki nóg heitt vatn.“

Hefur BBC eftir Alex.

Hann skrifaði um málið á Twitter og hefur færsla hans farið á mikið flug og margir hafa tjáð sig um hana. Margir hafa líkt leigusalanum, og fleiri leigusölum, við blóðsugur, svo mikil sé græðgin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag

SAS íhugar að stofna nýtt flugfélag
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli

Kveikt í konu sem var á leið í dómssal að bera vitni í nauðgunarmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt

Milljarðamæringur dó á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“

Þungar ásakanir í garð H&M – „Þetta er eins og sértrúarsöfnuður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum