fbpx
Föstudagur 05.júní 2020
Pressan

Playstation 5 kemur út á næsta ári: Þetta er það sem við vitum um nýju vélina

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknifyrirtækið Sony hefur tilkynnt að Playstation 5-leikjatölvan komi út fyrir jólin 2020. Óhætt er að segja að vélarinnar sé beðið með mikilli eftirvæntingu enda brátt liðin fimm ár síðan Playstation 4-leikjatölvan kom út.

Sony hefur ekki gefið ýkja mikið út um nýju tölvuna en það þarf þó vart að taka fram að búið er að uppfæra hugbúnaðinn umtalsvert. Vélin verður talsvert hraðari en forveri sinn og grafíkin betri.

Jim Ryan, stjórnarformaður Sony Interactive Entertainment, segir að fyrirtækið hafi lagt talsverða áherslu á að endurhugsa fjarstýringuna, DualShock, og virkni hennar.

Þetta mun líklega þýða að fjarstýringin mun spila stærra hlutverk í leikjaspiluninni en áður. Sjálfur segir Jim að tilgangurinn sé að bæta upplifun notenda af fjarstýringunni. Í Playstation 4-leikjatölvununum var innbyggður titrari í fjarstýringunni og hann verður áfram til staðar en með annarri og betri tækni.

Þannig verður hristingurinn gjörólíkur eftir því hvað þú ert að gera. „Að klessa á vegg í kappakstursleik verður allt öðruvísi en að framkvæma tæklingu í fótboltaleik,“ segir hann.

Þá mun leikjatölvan styðja það sem kallað er ray-tracing, en það er stafræn tækni sem mun bæta grafíkina til muna. Með henni munu leikjaframleiðendur geta þróað leiki með raunverulegri ljósgeislum, skuggum og speglunum en áður.

Talið er að Sony hafi sótt um einkaleyfi fyrir hönnun vélarinnar fyrr á þessu ári, en í umsókninni var þó ekki tekið fram hvort um væri að ræða Playstation 5-leikjatölvuna. Margt þykir þó benda til þess en myndina af vélinni má sjá hér efsti í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Gekk vel á Skagageiðinni

Gekk vel á Skagageiðinni
Í gær

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig

Fiskurinn hefur allstaðar verið að gefa sig
Pressan
Í gær

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn

Fundu tvo unglinga með bleiur í húsi þar sem húsráðandinn var látinn
Pressan
Í gær

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum

Fingralangir apar – Stálu blóðprufum
Pressan
Fyrir 2 dögum

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 3 dögum

Veisla strax á fyrsta degi

Veisla strax á fyrsta degi
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu