fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kjarnorkustríð á milli Indlands og Pakistan getur orðið 125 milljónum manna að bana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 07:00

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef til kjarnorkustríðs kemur á milli Indlands og Pakistan mun það hafa hörmulegar afleiðingar, ekki bara í ríkjunum tveimur og nágrannaríkjum þeirra heldur um allan heim. Samkvæmt útreikningum vísindamanna við University of Colorado í Bandaríkjunum munu allt að 125 milljónir manna deyja í slíku stríði.

En þar með er ekki öll sagan sögð því í kjölfar stríðsins mun loftslag kólna um hríð og hungursneyð mun brjótast út.

Það hefur verið grunnt á því góða á milli Indlands og Pakistan allt frá því að ríkin urðu til. Þau hafa deilt harkalega um Kasmírhéraðið sem er á landamærum þeirra, í vesturhluta Himalayafjallgarðsins. Deilurnar hafa magnast á þessu ári og ekki er útséð hvernig málin munu þróast.

Bæði ríki eiga um 300 kjarnorkusprengjur í heildina og eru enn að framleiða þessi gjöreyðingarvopn. Reiknað er með að þau verði orðin um 400 eftir sex ár.

Samkvæmt úttekt bandarísku vísindamannanna geta ríkin sprengt um 250 kjarnorkusprengjur á fyrstu viku átaka ef til stríðs kemur. Þær verða þá sprengdar yfir borgum í báðum ríkjum. Ekki liggur fyrir hversu stórar sprengjur ríkjanna eru því þau hafa ekki sprengt kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni áratugum saman. Þeir miða við að hver sprengja geti orðið allt að 700.000 manns að bana. Þeir telja líklegt að í heildina muni 50 til 125 milljónir manna látast í slíkum átökum.

Út frá útreikningum reiknilíkana telja vísindamennirnir einnig að hitastigið á jörðinni myndi breytast mikið í kjölfar stríðsins. Það gæti kólnað um tvær til fimm gráður miðað við hitastigið eins og það er í dag. Mikill reykur myndi þjóta upp í gufuhvolfið við allar þessar sprengingar og myndi hann skyggja á sólina og koma í veg fyrir að geislar hennar nái til jarðar. Einnig myndast sótagnir sem fara hátt upp í gufuhvolfið og dreifast um alla jörðina. Þær virka eins og einangrun og koma einnig í veg fyrir að geislar sólarinnar nái til jarðarinnar. Þetta myndi síðan valda hnattrænni kólnun sem myndi vara í nokkur ár.

Lægra hitastig myndi síðan leiða til hungursneyðar því margar plöntur færu illa út úr lægra hitastigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf