Mánudagur 18.nóvember 2019
Pressan

Ótrúlegar myndir frá Mexíkó: Allt brjálað þegar sonur El Chapo var handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. október 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt um koll að keyra í mexíkósku borginni Culiacan í gær þegar það spurðist út að einn af sonum Joaquin „El Chapo“ Guzman hefði verið handtekinn. Sonurinn, Ovidio Guzman, er hátt settur í Sinaloa-glæpasamtökunum og er hann eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum.

Ovidio var handtekinn í Culiacan í gær, í raun fyrir tilviljun, og fluttur í fangaklefa en óhætt er að segja að félagar Ovidio hafi gengið af göflunum þegar fregnir af handtökunni spurðist út. Hópur á vegum samtakanna mætti þungvopnaður á svæðið og hóf skothríð með það að marki að frelsa leiðtoga sinn.

Mexíkóskar öryggissveitir reyndu að bregðast við þessu og brutust út skotbardagar víða í borginni. Þá kveiktu undirmenn Ovidio elda víðsvegar um borgina og er óhætt að segja að hálfgerð ringulreið hafi ríkt um tíma. Svo fór að yfirvöld ákváðu að sleppa Ovidio úr haldi til að tryggja öryggi liðsmanna öryggisveitanna og til að tryggja öryggi almennings.

Svipmyndir frá Culiacan má sjá í myndbandinu hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið

Forfeður okkar gengu uppréttir miklu fyrr en áður var talið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar

Hræðileg framtíðarsýn – Afleiðingarnar verða skelfilegar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali

Hann var í fyrirsvari fyrir innleiðingu laga um framhjáhald – Fékk að bragða á eigin meðali
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum

Nærri dauða en lífi eftir að hafa stundað kynlíf með eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?

Getur „hræddur“ milljarðamæringur frá New York sigrað Trump og unnið hjörtu demókrata?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity

Gráar myndir frá Marsbílnum Curiosity