fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Pressan

Fegurðardrottning stungin til bana af syni sínum – Eiginmaðurinn reyndi eins og hann gat að bjarga henni

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 07:00

Hjónin Valerie og Ron.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valerie Ely, fyrrverandi fegurðardrottning og flugfreyja, fannst látin á heimili sínu í Santa Barbara á þriðjudaginn. Deildi hún heimilinu með eiginmanni sínum, leikaranum Ron Ely, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsseríunni Tarzan. Um mikinn harmleik er að ræða því lögreglan í Santa Barbara hefur staðfest að morðinginn hafi verið sonur Valerie og Ron, Cameron Ely. Þegar hann náðist var hann skotinn til bana af lögregluþjónum.

Cameron var skotinn til bana eftir að hann myrti móður sína.

Valerie var stungin mjög oft, en það var eiginmaður hennar sem hringdi á lögregluna í Santa Barbara um klukkan korter yfir átta á þriðjudagskvöld. Ron, sem er orðinn 81 árs, var heima og hringdi í neyðarlínuna, en átti erfitt með að gera sig skiljanlegan vegna veikinda sem hrjá hann sem gera honum erfitt um með tal. Hann náði samt að segja lögreglu að annar fjölskyldumeðlimur hefði stungið eiginkonu sína.

Eftir að lögregla leitaði í húsinu sem og í kringum það, fannst Cameron fyrir utan húsið. Var hann talinn ógn við lögregluþjóna, eins og kemur fram í frétt PEOPLE, og var því skotinn með þeim afleiðingum að hann lést.

Ron hlaut engin meiðsl og beðið er eftir krufningu á bæði Valerie og Cameron.

Ljóst er að um mikinn harmleik er að ræða. Valerie og Ron gengu í það heilaga árið 1984 og eiga, auk Camerons, tvær dætur; þær Kirsten og Kaitland. Þær eru báðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum og hafa ekki tjáð sig um fráfall móður sinnar.

Fjölskyldan samankomin í brúðkaupi Kirsten.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9