fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Hillary Clinton útilokar ekki framboð gegn Trump 2020

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 15:40

Hillary Clinton hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til forseta 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN segist hafa heimildir fyrir að Hillary Clinton hafi sagt vinum sínum að hún útiloki ekki að bjóða sig fram til forseta á nýjan leik og takast á við Donald Trump 2020. Clinton tapaði í forkosningum demókrata 2008 fyrir Barack Obama sem síðar varð forseti. Hún tapaði síðan fyrir Trump í forsetakosningunum 2016.

Margir demókratar hafa stigið fram á undanförnum vikum og lýst yfir hugmyndum sínum um framboð og þess er vænst að fleiri muni stíga fram á næstunni og bjóði sig fram í forvali demókrata. Jeff Zeleny, stjórnmálaskýrandi hjá CNN, segir að Clinton hafi sagt vinum sínum að hún útiloki ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann segir að þetta hafi hún sagt við þrjár manneskjur hið minnsta í síðustu viku og að það virðist hafa ýtt undir þessar hugleiðingar hennar að Roger Stone, fyrrum ráðgjafi Trump, var handtekinn í síðustu viku. Zeleny segir þó að það muni koma honum á óvart ef Clinton býður sig fram.

Howard Schultz, sem var áður einn af æðstu mönnum Starbucks kaffihúsakeðjunnar, íhugar einnig að bjóða sig fram. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum sagðist hann vera að íhuga að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi, sem sagt hvorki fyrir demókrata né repúblikana. Hann sagði að hvorugum flokknum tækist að takast á við vandamál þjóðarinnar og að Trump væri óhæfur til að gegna embætti forseta.

Margir demókratar eru lítt hrifnir af framboðshugleiðingum Schultz og telja að hann geti stuðlað að endurkjöri Trump með framboði því hann muni sækja atkvæði til demókrata og þeirra sem hallast frekar að demókrötum en repúblikönum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs

Nauðgaði eftir Tinder-stefnumót og sendi hræðileg skilaboð til fórnarlambs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða