fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Segir Grænlandsjökul vera dauðadæmdan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 20:00

Ittoqqortoormiit. Afskekktasta þorp Grænlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir engu máli þótt mannkynið hætti að losa CO2 út í andrúmsloftið og standi við markmið Parísarsáttmálans um losun gróðurhúsalofttegunda. Grænlandsjökull mun samt sem áður bráðna, spurningin er bara hversu hratt. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Jason Box jöklafræðingur og prófessor, sem vann að rannsókninni, segir að Grænlandsjökull sé í raun dauðadæmdur, hann muni bráðna. Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Jökullinn þekur 75 prósent af Grænlandi og er stærri en Svíþjóð, Noregur, Finnland og Þýskaland til samans. Ef jökullinn bráðnar allur mun það hafa í för með sér sjö metra hækkun á yfirborði sjávar. Box hefur lengi unnið að rannsóknum á Grænlandsjökli og hefur farið í rúmlega 20 rannsóknarleiðangra á jökulinn síðan í upphafi tíunda áratugarins.

Nú þegar er svo mikið af CO2 í andrúmsloftinu að meðalhitinn á jörðinni mun halda áfram að hækka næstu árin og því hægir það ekki á bráðnun Grænlandsjökuls þótt við hættum allri losun strax í dag. Önnur ný rannsókn sýnir einnig að „bráðnunarþröskuldur“ jökulsins er lægri en áður var talið.

Áður var talið að „bráðnunarþröskuldurinn“ væri þegar meðalhitinn hefði hækkað um 2 til 5 gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna.  „Bráðnunarþröskuldurinn“ er sá vendipunktur þegar jökullinn bráðnar meira á sumrin en hann nær að bæta á sig á veturna. Nýir útreikningar sýna að þessi þröskuldur er á bilinu 0,8 til 3,2 gráður og eru 1,6 gráður taldar líklegasta stigið í þessu. Nú þegar hefur meðalhitinn hækkað um 1,1 gráðu og því er ekki langt í að vendipunktinum verði náð ef útreikningarnir eru réttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni