Algjörlega frábær kjúklingaréttur sem er uppáhald fjölskyldunnar!
Hráefni
- 700 g Kjúklingabringur
- 2 Rauðlaukar
- 2 tsk Kanill
- 1 msk Kjúklingakraftur
- 0.75 dl Rúsínur
- Börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
- 30 g Ristaðar furuhnetur
- Steinselja
- 4.5 dl Soðið vatn
- Safi af 0.5 sítrónu
- 3 msk Hveiti
- 50 ml Ólífuolía
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Leiðbeiningar
- Skerið kjúklinginn í litla munnbita.
- Setjið hveiti, salt og pipar í skál og veltið kjúklingabitunum uppúr blöndunni.
- Hitið 2 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er orðinn gylltur að lit. Takið af pönnunni og geymið.
- Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og steikið rauðlaukinn við lágan hita í um 10 mínútur.
- Bætið því næst kanil, kjúklingabitum, rúsínum, sítrónuberki og kjúklingasoði. Látið malla í 5 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið.
- Bætið við meira vatni ef þörf er á.
- Setjið að lokum sítrónusafa, saxað kóríander eða steinselju og ristaðar furuhnetur saman við.
- Berið fram með naan, hrísgrjónum og góðri jógúrtsósu.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.