fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. maí 2024 16:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, er á óskalista Barcelona ef marka má enska götublaðið the Sun.

The Sun greinir frá þessu í dag en Nunez hefur staðið sig ágætlega í vetur og leggur sig ávallt fram í sóknarlínunni.

Margir eru þó orðnir þreyttir á leikmanninum fyrir framan markið en hann á það til að klúðra dauðafærum í leikjum sem hefur kostað þá rauðklæddu í vetur.

Samkvæmt Sun telur Barcelona að Nunez gæti hentað sem arftaki Robert Lewandowski ef Pólverjinn færir sig um set í sumar.

Lewandowski verður launahæsti leikmaður Börsunga á næsta tímabili og eru góðar líkur á að félagið reyni að losa sig við framherjann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli

Modric biður um nýjan samning – Launin skipta engu máli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd

Var ekki valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir frábært tímabil – Getur spilað fyrir þrjú önnur lönd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United

Staðfestir að Tuchel sé í virku samtali við Manchester United
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir leiki gegn Austurríki

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir leiki gegn Austurríki