fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2024
Eyjan

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Eyjan
Sunnudaginn 5. maí 2024 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir augljóst að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, forsetaframbjóðandi, hafi ekki sjálf skrifað pistil sem hefur vakið mikla athygli um helgina, heldur hafi Gunnar Smári Egilsson hjá Samstöðunni gert það fyrir hana.

Gunnar Smári deildi pistli Steinunnar sem hann sagði frábæran fyrir að varpa ljósi á framgöngu „skrímsladeildar“ Sjálfstæðismanna gegn þeim efstu frambjóðendum sem líklegastir eru til að hrifsa forsetaembættið frá Katrínu Jakobsdóttur. Hannes skrifar í athugasemd:

„Það sést greinilega á textanum frá henni, að þú skrifaðir hann, og síðan hrósar þú honum sérstaklega! Það eru fleiri gamansamir í þessari kosningabaráttu en Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson“

Gunnar var fljótur að svara fyrir sig og kallaði Hannes karlrembu.

„Þú ert svo illa að þér og ólæs. Steinunn Ólína hefur skrifað sína samfélagsgagnrýni árum saman og hennar stíll er auðþekkjanlegur. Það þarf karlrembu eins og þig til að detta annað eins í hug, að einhver karl sé að skrifa í gegnum Steinunni. Svo er sífellt fleira fólk sem sér í gegnum ykkur og finnur af ykkur skítalyktina. Þú átt eftir að sjá holskeflu af svona skrifum á næstu vikum, mánuðum og misserum.“

Pistill Steinunnar var harðorður og lét hún Stefán Einar Stefánsson, blaðamann Morgunblaðsins, heyra það sem og almannatengillinn Friðjón Friðjónsson. Hún segir þá hluta af skrímsladeild sjálfstæðismanna sem beiti áróðri til að sverta þá frambjóðendur sem eru þeim ekki þóknanlegir, þá einkum Höllu Hrund og Baldur Þórhallsson.

„Þegar talað er um skrímsladeildina í íslensku samfélagi er talað um það fjölmarga fólk sem tekur að sér óþrifaverk fyrir þá sem eiga og ráða. Þetta eru einfaldlega áróðursmeistarar, þeirra sem eiga og ráða. Þetta er fólk sem vílar ekki fyrir sér að níða skóinn af öðru fólki, að gera aðra tortryggilega og slá rýrð á fólk, málstaði og málefni,“ skrifaði Steinunn Ólína.

Stefán Einar hefur ritað fjölmargar athugasemdir við deilingu Gunnars Smára á pistlinum. Þar kallaði hann Gunnar Smára eltihrelli og mannorðsnauðgara, en ástæðulaust sé að kippa sér upp við slíkt þar sem Gunnar Smári skipti engu máli og hafi sýnt þjóðinni fyrir löngu að hann sé „einskis virði“. Þá sem komu Gunnari Smára til varna kallar hann aumkunarverða aula.

Gunnar Smári benti á að Stefán Einar sé kallaður „siðlausi siðfræðingurinn“ og hann baði sig upp úr eigin fordómum og mannhatri í hlaðvarpi sínu.

Við þeirri pillu sagði Stefán Einar:

„Þú ert þjófur og óreiðumaður sem enginn heilvita maður tekur mark á. Skemmtiatriði í besta falli.“

Þá benti Gunnari Smári á að það sé ekki sniðugt að vera á Facebook í glasi. Sjálfur hefur Gunnar Smári lagt áfengi á hilluna, en Stefán Einar sagði :

„Margir segja mér að þú hafir verið skárri þegar þú varst fullur á sínum tíma. En þar ertu óreiðumaður eins og í öllu öðru. Peningamálum og öllu öðru. Er það á einhverjum sviðum þar sem þú ert ekki með allt niður um þig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Ákvörðun um þingrof verður að byggjast á vilja þingsins

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Ákvörðun um þingrof verður að byggjast á vilja þingsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ný föt – sama röddin

Orðið á götunni: Ný föt – sama röddin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES