Föstudagur 21.febrúar 2020
Matur

Ketó-drottningin með tíu ráð fyrir byrjendur: „Þetta á ekki að vera kvöl“

DV Matur
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 20:30

Jenna Jameson hefur misst tæp 40 kíló á ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi klámstjarnan Jenna Jameson er sjálfskipuð ketó-drottning og nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hún deilir þar ýmsu tengdu mataræðinu ásamt árangursmyndum, en hún hefur misst tæp 40 kíló síðan hún byrjaði á ketó.

Í nýjustu færslu segir hún að spurningin sem hún fær oftast er „hvernig byrja ég á ketó?“ Jenna gefur byrjendum tíu ráð:

Ráð nr. 1:

„Hreinsaðu ísskápinn og matarskápana. Hentu öllu sem er unnið, hátt í kolvetnum og með miklum sykri. Mundu að það eru mörg nöfn fyrir sykur, eins og háfrúktósa maíssíróp.“

Ráð nr.2:

„Farðu að versla! Þetta er skemmtilegi parturinn!“ Jenna segir að grænt laufgrænmeti, steikur (grass-fed steaks), villtur lax, egg og alvöru smjör séu vinir þínir.

Ráð nr. 3:

„Ræddu við fjölskyldu þína um nýja lífsstíl þinn og fáðu þau með þér í lið. Þið getið öll haft gott af því. Ég geri venjulega brún hrísgrjón eða pasta aukalega fyrir barnið mitt. Ef makinn þinn vill ekki vera með, spurðu hann þá að virða þínar þarfir og langanir og að reyna ekki að brjóta viljastyrk þinn.“

Ráð nr. 4:

„Tileinkaðu þér jákvætt viðhorf. Þetta ætti ekki að vera kvöl. Einbeittu þér að því að þú sért að gera líkama þínum gott og vertu stolt!“

Ráð nr. 5:

„Byrjaðu í þessu til langtíma. Ketó getur verið varanlegt og gagnast huga þínum eins og líkama þínum.“

Ráð nr. 6:

„Fylgdu öðrum ketó-drottningum og kóngum á Instagram. Uppáhaldið mitt er @ketoguido.“

Ráð nr. 7:

„Vertu þolinmóð. Líkami hvers og eins bregst öðruvísi við. Ég missti fyrstu 18 kílóin mjög hratt og síðan staðnaði ég og þurfti að byrja að fasta (e. intermittent fasting) til að komast yfir það.“

Ráð nr. 8:

„Ekki óttast ketó-flensuna. Drekktu nóg af „rafvökum“ (e. electrolytes), saltaðu matinn þinn og hvíldu þig.“

Ráð nr. 9:

„Google er vinur þinn. Ef þú ert að spá í kolvetnismagni, þá þarftu aðeins að googla það.“

Ráð nr. 10:

„Lestu alltaf utan á vörur! Það á eftir að koma þér á óvart hvað margar vörur fela kartöflu sterkju.“

View this post on Instagram

The number one question I get asked is “How do I start a #keto lifestyle” Tip 1 – clean out your refrigerator and cupboards, get rid of everything processed, high in carbohydrates, high in sugar (remember there are many different names for sugar, namely high fructose corn syrup) Tip 2- Go shopping! This is the fun part! My number one recommendation for grocery shopping is to shop the perimeter and not the isles. Green leafy veggies, grass fed steaks, wild salmon. Eggs and real butter are your friend. Tip 3- discuss your lifestyle change with your household and get them on board! You all can benefit from it! I usually make a side of brown rice or pasta for my toddler. If your significant other doesn’t want to participate, ask them to respect your wants and needs and to not try to break your willpower. 4- Have a sunny outlook! This shouldn’t be torture. Focus on how you’re now treating your body right and be proud! 5- be in it for the long haul. Keto is sustainable and will benefit your mind as well as your physique. 6- Follow fellow Keto kings and Queens on IG. My favorite is @ketoguido 7. Be patient… everyone’s body reacts differently. I lost my first 40 lbs ultra quick then plateaued and had to begin #intermittentfasting to break that wall. 8. Don’t fear the #ketoflu , drink plenty of electrolytes, salt your food and get rest! 9. Google is your friend! If you are wondering about carb content… it’s a quick google away. 10. Always… always read labels! You’ll be surprised how many products hide potato starch 👊🏻 also remember my keto favorite snack list on amazon is found by clicking the link in my bio 🥩

A post shared by Jenna Jameson (@jennacantlose) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“

Stærstu matarskandalar Íslands: „HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA“ – „Ég get ekki lesið hugsanir þínar“
Matur
Fyrir 2 vikum

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“

Útlendingar prófa íslenska pylsu í fyrsta sinn: „Ekki það sem við bjuggumst við!“
Matur
Fyrir 2 vikum

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur

Umdeildi Foodco-samruninn samþykktur
Matur
Fyrir 3 vikum

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“

Fisksalar sameinast og breyta febrúar í „fisk-búar“: „Það eina sem landsmenn þurfa að gera er að borða fisk“
Matur
Fyrir 3 vikum

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár

Grætur nánast af gleði á meðan hann borðar pítsu og köku í fyrsta skipti í ár
Matur
Fyrir 4 vikum

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“

Greindist með flogaveiki og léttist um 35 kíló á ketó: „Ég fékk aftur þann hluta af mér sem ég týndi“
Matur
Fyrir 4 vikum

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um

Coca Cola ætlar ekki að hætta með plastflöskur og kennir neytendum um