fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Matur

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 13:00

Girnilegur matseðill vikunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarið og því fannst okkur tilvalið að bjóða upp á fimm létta rétti í matseðli vikunnar sem gefa vonandi einhverjum innblástur í eldhúsinu.

Mánudagur – Laxapasta með hvítlaukssmjöri

Uppskrift af Salt and Lavender

Hráefni:

225 g lax
salt og pipar
hveiti
1 msk. ólífuolía
2 msk. smjör
½ bolli kjúklingasoð
1 msk. sítrónusafi
3–4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
115 g pasta

Aðferð:

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Saltið og piprið laxaflökin og þekið í hveiti. Setjið olíu og smjör í pönnu yfir meðalháum hita. Setjið laxinn á pönnuna þegar hún er orðin heit og steikið í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið kjúklingasoð, hvítlauk og sítrónusafa í pönnuna. Lækkið hitann. Setjið laxinn aftur á pönnuna og notið spaða til að skera hann í munnbita. Eldið í nokkrar mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Hellið vatninu af pastanu og bætið því við í pönnuna. Blandið vel saman og berið strax fram, jafnvel með steinselju og parmesanosti.

Laxapasta með hvítlaukssmjöri.

Þriðjudagur – Ketó avókadó salat

Uppskrift af Delish

Hráefni:

3 msk. mæjónes
2 tsk. sítrónusafi
1 msk. graslaukur, smátt saxaður
salt og pipar
6 harðsoðin egg, án skurnar og skorin í bita
1 avókadó, skorið í teninga
kál
eldað beikon

Aðferð:

Blandið mæjónes, sítrónusafa og graslauk saman í meðalstórri skál. Saltið og piprið. Bætið eggjum og avókadó saman við og blandið saman. Berið fram með káli og beikoni, eða ketó brauði.

Ketó avókadó salat.

Miðvikudagur – Gulrótar- og engifersúpa

Uppskrift af A Family Feast

Hráefni:

3 msk. smjör
2 msk. hvítlaukur, saxaður
2 bollar laukur, saxaður
2 sellerístilkar, saxaðir
1,3 kg gulrætur, saxaðar
3 msk. ferskt engifer, saxað
2 l kjúklinga- eða grænmetissoð
1 tsk. þurrkað kóríander
1 tsk. þurrkað engifer
½ bolli hunang
1½ bolli rjómi
1 tsk. salt
½ tsk. pipar

Aðferð:

Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið hvítlauk, lauk, sellerí, gulrótum og engiferi saman við. Hrærið reglulega í blöndunni og eldið í tíu mínútu. Bætið soði saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 20 til 25 mínútur. Takið af hitanum og bætið kóríander, þurrkuðu engiferi og hunangi saman við. Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Bætið rjóma, salti og pipar saman við og hrærið vel. Hitið í nokkrar mínútur og berið svo fram.

Gulrótar- og engifersúpa.

Fimmtudagur – Lágkolvetna kjúklingaréttur

Uppskrift af Masala Herb

Marinering – Hráefni:

1 msk. púðursykur
1 msk. hrísgrjónaedik
2 msk. sojasósa
½ tsk. cayenne pipar
½ tsk. pipar
2 msk. maíssterkja
300 g kjúklingur, skorinn í bita

Önnur hráefni:

2 msk. olía
2 stórir vorlaukar, skornir í bita
1½ msk. blanda af engiferi og hvítlauk (ferskt)
150 g sellerí, skorið í bita

Aðferð:

Byrjum á marineringunni. Blandið sykri, ediki, sojasósu, cayenne pipar og pipar saman í lítilli skál. Setjið kjúkling í stóra skál og hellið marineringuna yfir sem og maíssterkjunni. Blandið vel saman. Látið marinerast í að minnsta kosti fimm mínútur. Hitið olíu í pönnu og bætið vorlauknum út í. Hrærið í um mínútu áður en engiferi og hvítlauk er bætt saman við. Blandið vel saman. Bætið sellerí saman við og hrærið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Lækkið hitann og gerið pláss í miðjunni fyrir kjúklinginn og marineringuna. Blandið öllu vel saman og eldið þar til kjúklingurinn er eldaður. Skreytið með vorlauk og berið fram með hrísgrjónum eða brauði.

Lágkolvetna kjúklingaréttur.

Föstudagur – Pítsa með reyktum lax og rjómaosti

Hráefni:

2 stórir pítsubotnar (heimatilbúnir eða keyptir í verslun)
¼ bolli pítsasósa
200 g reyktur lax
125 g rjómaostur
½ rauðlaukur, skorinn í þunnar lengjur
3 msk. capers
¾ bolli cheddar ostur, rifinn
125 g kirsuberjatómatar, skornir í helminga
sítróna
klettasalat

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Dreifið pítsasósu yfir pítsubotnana. Skerið laxinn í litla bita og raðið á pítsuna. Bætið síðan slettum af rjómaosti ofan á. Setjið síðan rauðlaukinn ofan á, svo capers og loks ostinn. Bakið í 12 til 14 mínútur. Látið kólna aðeins og skerið svo pítsuna. Skreytið með kirsuberjatómötum og klettasalati og berið fram með sítrónubátum.

Pítsa með reyktum lax og rjómaosti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara