fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Mamma og pabbi banna plastpoka

Svarthöfði
Sunnudaginn 12. maí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú á að fara að banna plastpokana. Fólkið góða og réttsýna treystir ekki grútskítugum almúganum til þess að taka „réttar“ ákvarðanir og því ber að banna. Ráðherrar og þingmenn líta ekki á sig sem þjóna almennings, kosna til að framfylgja vilja fólksins gegn peningaumbun, heldur sem foreldra. Við erum börn sem þarf að halda ströngum aga á og skamma ef svo ber undir. Ef við erum óþæg förum við í straff og dótið okkar er tekið af okkur. Mamma og pabbi vita hvað okkur er fyrir bestu.

Þeir plastpokar sem við fáum við afgreiðslukassana í stórmörkuðunum eru ekki einnota, oftast eru þeir notaðir í að minnsta kosti í tvö skipti af hverjum notanda, eða að minnsta kosti hjá Svarthöfða og öllum sem hann þekkir. Fyrst við kassann sjálfan, stundum sem geymslupoki fyrir matvæli, enda auka þeir geymsluþolið, og loks sem ruslapoki á heimilinu. Þaðan fara þeir í rennuna og ofan í tunnu. Ruslakarlanir, eða hvað sem á að titla þá núna, tæma svo tunnuna og fara með innihald hennar á haugana.

Eftir að plastpokar voru þynntir hefur notkunin aukist, í sumum löndum um tugi prósenta. Sérstaklega eftir að þessir óþolandi maíspokar komu á markaðinn, sem rifna auðveldlega og halda engri þyngd. Samfara því hefur verð á pokunum hækkað stöðugt.

Svarthöfði getur alveg tekið undir þau sjónarmið að plastmengun geti verið vandamál. Sífellt bætist örplast í sjóinn og grey sjófuglarnir festa hausinn í bjórkippuplasti. Svarthöfði keypti einu sinni vatnsmelónufjórðung sem var vafinn í plastfilmu, lá á frauðplastbakka og það síðan allt vafið í aðra plastfilmu. Plaströr og plastlok á drykkjarmálum eru líka algjör óþarfi, það drepst enginn þó hann sulli pínulítið á sig.

Nei, í staðinn á að banna kjörbúðarpokana sem eru með þeim nytsamlegustu plastafurðum sem koma inn á hvert heimili. Mamma og pabbi eru búinn að skipa okkur það og við verðum að hlýða. Hvað banna þau næst? Við bíðum spennt. Verður það veip? Gosdrykkir? Eða kannski kjöt?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma
True stelur senunni
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“

Ásta Guðrún segist með áfallastreitu vegna Birgittu: „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða“
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Robson myndi alltaf halda Pogba – Eru hann og Raiola ekki sammála?

Robson myndi alltaf halda Pogba – Eru hann og Raiola ekki sammála?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Var Leifur Eiríksson dópisti? – Leifar af kannabisplöntum fundust á Nýfundnalandi

Var Leifur Eiríksson dópisti? – Leifar af kannabisplöntum fundust á Nýfundnalandi
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá 105 þúsund króna eingreiðslu