fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fór Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, með stuttan leikþátt í ræðustól og túlkaði hún þar persónuna Carol úr bresku gamanþáttaröðinni Little Britain. Atriðið vakti athygli en voru flestir á því að hæfileikar hennar lægju ekki á þessu sviði. DV tók saman fimm stjórnmálamenn sem gætu túlkað persónur úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum betur en Dóra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir – Daenerys Targaryen

Ljós og fríð ásýndum en kaldrifjuð og lævís þegar á þarf að halda. Lilja spratt upp úr deilum milli tveggja smákónga en hún mun taka yfir landið á endanum með hjálp bókaskatts … og dreka.

Guðmundur Ingi Kristinsson – David úr Lost Boys

Það eru engin sérstök persónueinkenni sem tengja hinn skelegga þingmann Flokks fólksins við David úr Lost Boys. Ólíkt Guðmundi þá er David siðblind og sturluð vampíra. En þeir eiga það báðir sameiginlegt að skarta óborganlegum ljósum „möllett.“

Guðni Th. Jóhannesson – Forrest Gump

Guðni á það sameiginlegt með Forrest Gump að allir elska hann. Það þykir krúttlegt og heimilislegt að sjá hann með buff eða í doppóttum sokkum. Líkt og Forrest þá dúkkar Guðni upp alls staðar og tekur í spaðann á heimsfrægu fólki.

Smári McCarthy – John Rambo

Smári fékk skotvopnaþjálfun í Afganistan árið 2009 og hefur sagt að hann hafi lent í ýmsum uppákomum í tengslum við skotvopn. Hann er ekki sá eini. John Rambo ferðaðist til Afganistan í Rambo III og dvaldi þar með skæruliðum. Þar lenti hann líka í alls konar uppákomum.

Bjarni Benediktsson – Walter White

Bjarni Ben og Walter White úr þáttunum Breaking Bad eru báðir bakarar. Annar bakar kökur en hinn kristallað amfetamín. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að geta talað sig út úr ótrúlegustu aðstæðum, hvort sem er Vafningsmáið, Panamaskjölin, Ashley Madison eða þegar svili manns, sem er lögga er, við það að handtaka mann í hjólhýsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“