fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannkynið hefur alltaf treyst á hafið sem uppsprettu fæðu en allan þann tíma sem sjómenn hafa róið til fiskjar hafa menn deilt um fiskinn. Það geta verið deilur um veiðisvæði, veiðarfæranotkun eða eitthvað annað tengt veiðunum. Eftir því sem okkur mönnunum fjölgar er meiri ásókn í fisk á matarborðið enda er fiskur hollur og góður matur. En samhliða þessari mannfjölgun þá aukast líkurnar á að til stríðsátaka komi vegna yfirráða yfir fiskimiðum. Við Íslendingar könnumst auðvitað nokkuð vel við slík átök enda eru þorskastríðin varla liðin þjóðinni úr minni en þar börðumst við gegn Bretum um yfirráð yfir þeirri miklu auðlind sem fiskimiðin okkar eru.

Í heildina aukast tekjur fólks um allan heim og það dregur úr fátækt, þótt auðvitað sé mikið verk óunnið til að binda enda á fátækt. Samhliða þessu eykst sókn fólks í fisk og þau hollu prótín sem í honum eru. Sameinuðu þjóðirnar áætla að að frá miðju síðasta ári þar til 2050 muni mannkyninu fjölga úr 7,6 milljörðum í 9,8 milljarða. Það verða því 29 prósent fleiri munnar sem þarf að metta um miðja öldina en í dag. Mesta fjölgunin verður í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku en í þessum heimshlutum hafa lífskjör milljóna manna batnað það mikið á undanförnum árum að þeir tilheyra nú millistéttinni í stað þess að teljast fátækir. Þetta á meðal annars sinn þátt í að þörfin fyrir prótín á heimsvísu eykst mikið á næstu áratugum, um allt að 78 prósent að sumra mati. Þetta þrýstir á stjórnvöld að tryggja aðgang að góðum mat til að millistéttin fái það sem hún þarf.

Anna ekki eftirspurn

Það er ljóst að ekki verður hægt að anna aukinni eftirspurn eftir fiski. Um allan heim er ofveiði stunduð á flökkufiski og má þar nefna túnfisk og flyðru. Skortur á fiski hefur nú þegar þvingað kínverska flotann fjær heimamiðum í leit að fiski og það sama á við um fiskiskipaflota annarra ríkja. Nú er unnið hörðum höndum að því að ná stjórn á fiskveiðum um allan heim en það dregur úr árangrinum að ólöglegar veiðar eru umfangsmiklar en þær eru taldar nema 20 til 50 prósentum af heildaraflanum ár hvert. Slíkar veiðar ógna efnahagslífinu, hafa slæm samfélagsleg áhrif og mjög neikvæð umhverfisáhrif á viðkvæm veiðisvæði og viðkvæma fiskistofna. Ef ekki er hægt að stýra veiðunum er hætt við að fiskistofnar hrynji en það hefur eðlilega slæmar afleiðingar á þau samfélög sem hafa lífsviðurværi sitt af fiskveiðum, bæði efnahagsleg og samfélags áhrif.

Ef fiskistofnar hrynja um miðja öldina eins og ætla má að gerist miðað við núverandi sókn í fisk mun myndast mikill þrýstingur á stjórnvöld víða um heim um að tryggja „sínu fólki“ nægan fisk. Þetta gæti orðið til að öflug ríki muni reyna að hrifsa auðlindirnar frá veikari og minni ríkjum.

Kínverski flotinn stendur vörð

Átök um hafsvæði

Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna frá 1982, United Nations Convention on the Law of the Sea, er grunnurinn að öllum kröfum ríkja um yfirráð yfir fiskveiðilögsögu. Rúmlega 150 ríki hafa staðfest sáttmálann. En kröfur um slík yfirráð enda oft með deilum á milli ríkja enda ásælast fleiri en eitt ríki stundum sama hafsvæðið. Til dæmis deila Kanada og Bandaríkin um yfirráð yfir tveimur litlum eyjum undan strönd New Brunswick í Kanada með tilheyrandi hafsvæðum. En öllu alvarlegri deilur eiga sér stað á sunnan- og austanverðu Kínahafi þar sem Kínverjar fara mikinn og gera miklar kröfur um yfirráð. Til að styrkja stöðu sína hafa þeir búið til eyjar og halda úti öflugri flotastarfsemi. Kínverjar vonast til að mikil viðvera þeirra og varanlegar tilbúnar eyjar muni styrkja kröfur þeirra um yfirráð á svæðinu. Það er einmitt hægt að nota fiskiskip í þessum tilgangi án þess að það ögri öðrum ríkjum hernaðarlega, auk þess er ódýrara að halda þeim úti en herskipum. En Kínverjar hafa gengið hart fram gagnvart sjómönnum frá öðrum ríkjum sem hafa verið við veiðar á umdeildum svæðum. Þeir hafa meðhöndlað þá samkvæmt kínverskum lögum og hafa lokað ákveðnum veiðisvæðum í langan tíma og notað strandgæslu sína og her til að framfylgja slíkum bönnum. Þetta hefur leitt til átaka við erlenda sjómenn. Þetta myndi kannski ekki vekja mikla athygli eða áhyggjur ef þetta væri viðurkennt yfirráðasvæði Kínverja en svo er ekki. Kínverjar fara fram eins og um þeirra eigin efnahagslögsögu sé að ræða en ekki alþjóðlegt hafsvæði og jafnvel efnahagslögsögu annarra ríkja.

Kínverjar og Japanir deila um yfirráð yfir eyjum í Austur-Kínahafi sem heita Senkaku á japönsku en Diaoyu á kínversku. Kínverjar hafa eflt flotastarfsemi sína við eyjarnar og því hafa Japanir svarað með því að gera hið sama. Ef svo fer að strandgæsluskip frá öðru ríkjanna skjóti á strandgæsluskip frá hinu ríkinu til varnar fiskiskipi er hætt við að slíkri skothríð verði svarað og þá getur ástandið farið úr böndunum á örskotsstund.

Kínverjar neyta um þriðjungs alls sjávarafla heims og þarlendir embættismenn hafa gert það deginum ljósara að þeir telji forgangsatriði að tryggja þjóðinni nægan fisk til að viðhalda pólitísku jafnvægi. Kínverjar taka þátt í starfi alþjóðlegra stofnana sem vinna að vernd fiskistofna og stjórn á fiskveiðum. Greenpeace áætlar að samt sem áður eigi Kínverjar stærsta úthafsskipaflota heims sem telji rúmlega 2.500 skip. Þessi skip eru sögð stunda stórfelldar iðnaðarveiðar á fjarlægum miðum, til dæmis við Senegal og Argentínu en Kínverjar geta ekki einu sinni borið því við að þeir eigi rétt á yfirráðum yfir hafsvæðum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu snyrtileg tilþrif í endurkomu Alfreðs í gær – Samherji klikkaði á dauðafæri

Sjáðu snyrtileg tilþrif í endurkomu Alfreðs í gær – Samherji klikkaði á dauðafæri
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Scream, The Alpinist og Damien Chazelle: Horfðu á Bíóbæinn hér

Scream, The Alpinist og Damien Chazelle: Horfðu á Bíóbæinn hér
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“

Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tveir piltar af Hlíðarenda sáust á Akranesi um helgina – Sigurður kíkir til Króatíu

Tveir piltar af Hlíðarenda sáust á Akranesi um helgina – Sigurður kíkir til Króatíu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir