fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Elín Sif illa svikin af bílaleigu í Reykjavík – „Þau vildu ekki leigja mér því ég er Íslendingur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. júní 2023 10:54

Elín Sif Stefánsdóttir. Myndin í bakgrunni tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Sif Steinarsdóttir er að útskrifast úr Háskólanum á Akureyri um helgina. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu og var búin að bóka hótel á Akureyri og bílaleigubíl frá Blue Car Rental til að keyra norður í dag. Það var því mikið áfall þegar hún fékk símtal seinni partinn í gær frá bílaleigunni og starfsmaðurinn tjáði henni að hún fengi ekki að leigja bílinn. „Þau vildu ekki leigja mér því ég er Íslendingur,“ segir Elín Sif.

„Ég bókaði bílinn í byrjun vikunnar og greiddi fyrir hann, pöntunin var staðfest og ég fékk bókunarnúmer og kvittun og allt,“ segir Elín í samtali við DV.

„Svo hringdu þau í mig rétt fyrir lokun í gær, klukkan var að ganga fimm. Þar sem kærasti minn var skráður sem ökumaður á bílnum vildu þau tala við hann og þau sögðu við hann að þau væru ekki með bíla til þess að leigja út, þannig þau þyrftu að hætta við bókunina. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið þannig ég hringdi til baka í þau og spurði meira út í þetta. Á endanum viðurkenndu þau að þau leigja ekki Íslendingum því þau eru með slæma reynslu af þeim. Þau sögðust leigja þeim í langtímaleigu en ekki til styttri tíma.“

DV hefur undir höndunum upptöku af símtali Elínar við starfsmann bílaleigunnar, en hún tók það skýrt fram að hún væri að taka upp samtal þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Blue Car Rental sem má lesa neðst í fréttinni.

Símtal Elínar við starfsmann 

Elín: „Þú sagðir áðan að ástæðan væri að þið viljið ekki leigja Íslendingum til styttri tíma, er það rétt?“

Starfsmaðurinn: „Já, ástæðan fyrir því að við leigjum ekki bíla núna, ákvörðunin sem var tekin sú var að við leigjum ekki Íslendingum í stuttar leigur, það er út af því að við höfum haft slæma reynslu yfir tímann, með svoleiðis bókanir.

Elín sagðist þá ætla að fara með þetta lengra og í fjölmiðla ef fyrirtækið myndi ekki standa við bókunina.

Starfsmaðurinn: „Já, að sjálfsögðu. Við höfum hætt við bókunina og skilum peningunum sem þú greiddir.“

Hins vegar kemur endurgreiðslan ekki fyrr en eftir helgi. Elín þurfti að bóka bíl hjá annarri bílaleigu á þrefalt hærra verði því hún var að bóka með svo stuttum fyrirvara.

Starfsmaðurinn bar það fyrir sér að þau væru einkafyrirtæki og gætu sett sér þessa skilmála en Elín sagði að þetta væri brot á lögum, sem starfsmaðurinn sagðist ekki kannast við.

Elín segir að hún hafi ekki talað við eigandann en að starfsmaðurinn í símaverinu hafi stoppað samtal þeirra þrisvar sinnum til að fara og tala við yfirmann og komið svo skilaboðum yfirmannsins áleiðis til Elínar.

Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Elín telur bílaleiguna hafa brotið 3 g.r. og 9. gr. laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.  En ákvæðið hljóðar svo:

„ 9. gr. Bann við mismunun í tengslum við vörukaup og þjónustu.

Hvers kyns mismunun vegna kynþáttar eða þjóðernisuppruna í tengslum við aðgang að eða afhendingu á vöru er óheimil. Hið sama gildir um þjónustu og aðgang að þjónustu og jafnframt um húsnæði sem er í boði fyrir almenning. Ákvæði þetta gildir þó ekki um viðskipti á sviði einka- og fjölskyldulífs.“

Grátbað þau um að koma til móts við þau

„Ég grátbað þau um að koma til móts við mig, því ég var að fara daginn eftir og þetta var í lok dags. Ég var búin að borga hótelið og allt og ég spurði hvort þau gætu ekki leigt mér bílinn en þau sögðu að þetta væru bara reglur hjá fyrirtækinu, bara: „Við leigjum ekki Íslendingum í skammtímaleigu.““

„Þetta eyðilagði gjörsamlega daginn minn,“ segir Elín sem var hrædd um að missa af útskriftinni sinni. Sem betur fer tókst henni að redda öðrum bíl en það kostaði sitt.

„Ég endaði með að þurfa að greiða þrefalt hærri upphæð fyrir annan bíl á annarri bílaleigu því ég var að bóka með svo stuttum fyrirvara,“ segir hún og bendir á að hún sé ekki enn búin að fá endurgreitt frá Blue Car Rental.

„Segjum að ég væri bláfátæk og hafi verið að eyða síðustu krónunum mínum í bílaleigubílinn, þá hefði það ekki virkað að fara að leigja einhvern annan bíl fyrr en þau væru búin að endurgreiða, en endurgreiðslan kemur ekki fyrr en eftir helgi og útskriftin mín er á morgun. Þeir sögðu mér í raun bara að kæra sig og fara í fjölmiðlana og eiginlega hlógu að mér.“

Yfirlýsing frá Blue Car Rental:

Hér koma nokkur atriði sem innlegg í þessa frétt:

Blue Car Rental leigir að sjálfsögðu Íslendingum bíla og hefur gert um árabil. Fleiri hundruð Íslendingar hafa leigt af okkur bíl það sem af er af þessu ári og munu fá að halda því áfram. Bæði í skammtímaleigu og langtímaleigu.

Við áskiljum okkur þann rétt að hafna leigum ef við teljum einhverjar líkur á því að bifreiðar okkar fái ekki þá meðferð sem þær eiga skilið. Á það við um öll þjóðerni. Nýverið hafa verið margvísleg vandamál, svosem mikil tjón, bílum ekki skilað á réttum tíma eða á réttum stað og vanræksla á okkar bifreiðum, úr leigum sem bókaðar eru með stuttum fyrirvara af leigutaka sem er búsettur á Íslandi og bókunin er á öðru nafni en þess aðila sem samband er haft við. Allt á það við í tilfelli Elínar Sifjar en hennar nafn kemur hvergi fram í bókuninni. Á þessum forsendum var tekin sú ákvörðun að hafna þessari bókun.

Það smá svo efast um hvort að sú ákvörðun hafi verið rétt. En Blue Car Rental hefur og mun alltaf leigja Íslendingum bíla þó svo að það hafi farið svo í þessu einstaka tilfelli. Hefur það einnig verið áréttað fyrir starfsmanninum sem setti sig í samband við Elínu.

Við munum hafa samband við viðkomandi aðila svo og vonandi finna farsæla lendingu á þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“