fbpx
Fimmtudagur 09.febrúar 2023
Fréttir

Linda miður sín yfir níðstönginni – „Þetta er eitthvað frá svo myrkum heimi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. apríl 2022 15:15

Linda Mjöll Stefánsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins, andlegrar miðstöðvar við Skrauthóla hjá Esjunni, frétti af níðstöng sem reist var upp við veg sem liggur að Sólsetrinu, taldi hún víst að þessum óþokkaverknaði væri beint gegn sér. Ástæðan er sú að hún hefur verið að fá ljót skilaboð undanfarið í kjölfar neikvæðrar umræðu um starfsemi Sólsetursins, auglýsingar um samkomu þar sem fór öfugt ofan í marga netverja, og kvartana nágranna undan Sólsetrinu.

Sjá einnig: Nýjar vendingar í níðstangarmálinu – „Við þorum ekki að vera heima“

Þannig hafa verið framin skemmdarverk á eigum Sólsetursins undanfarið og orðin „Perrar“ og „Djöflar“ hafa verið krotuð yfir skilti frá staðnum sem býður gesti velkomna, sjá meðfylgjandi mynd:

Einnig hafa skilti sem vísa á gistingu í Sólsetrinu verið rifin niður og einu kastað niður í læk. Sjá mynd:

Guðni Halldórson, nágranni Lindu, bendir hins vegar á að hann sé formaður Landssambands hestamannafélagar og haldi hross á svæðinu. Níðstönginni sé augljóslega beint gegn honum. Guðni er staddur erlendis en Kristjana, eiginkona hans, flúði heimilið í morgun með börn þeirra hjóna og hunda, eftir að hún varð vör við níðstöngina.

Guðni segir að ekki sé við Lindu að sakast en 15 manns búi á Sólsetrinu og þar sé misjafn sauður í mörgu fé. Linda aftekur með öllu að nokkur íbúi Sólsetursins hafi getað gert sig sekan um þetta athæfi:

„Það er ekkert fólk hjá mér. Ég er bara hér með kærastanum mínum og barninu mínu. Í heimsókn hjá mér er síðan vinkona mín frá Malasíu.“

Linda segist ekki skilja þá illsku sem búi að baki þessum verknaði: „Þetta er eitthvað frá svo myrkum heimi – hvaða heimur er þetta eiginlega? Þetta er eitthvað sem færir mig á nístingskaldan stað. Á ég að flýja mitt hús líka? Ég hef aldrei læst mínu húsi. Aldrei!“

Linda segist undanfarið hafa unnið að því að skapa frið og sátt við nágranna sína en þarna sé verið að reka flein á milli þeirra. Umræða um starfsemi Sólsetursins hafi á köflum verið hatursfull og kunni að hafa kveikt hugmyndir hjá einhverjum um illvirki.

„Ég sá einhvern bíl hér í gærkvöld sem lagt var við gatnamótin. Enginn var í bílnum. Síðan var bíllinn fjarlægður og mér fannst það skrýtið,“ segir Linda.

Linda greinir frá því að tvær lögreglukonur hafi komið á vettvang í morgun. Þá hafi hún brotnað niður vegna illskunnar sem augljóslega búi að baki níðstönginni.

„Kannski heldur Guðni að ég viti eitthvað um þetta en það er af og frá. Kemur ekki til mála. Fyrr í dag fór ég upp í fjall til að setjast á bæn við lækinn og senda út frið. Ég segi við nágranna mína: Stöndum saman.“

Hún segist hafa unnið að því að skapa sátt við nágrannana. „Ég er að reyna að finna stund þar sem við getum sest niður saman og talað af heilindum. Ég skrifaði bréf til að leiða inn einhvern veg eða brú á milli okkar svo við getum sest saman við eldstæðið. Síðan gerist þetta. Hvert vill þetta taka okkur?“ segir Linda, í senn skáldleg og harmi lostinn yfir óþokkaverkinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lævís yfirmaður rússneska heraflans hefur kosti sem Pútín metur meira en allt annað

Lævís yfirmaður rússneska heraflans hefur kosti sem Pútín metur meira en allt annað
Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lögsækir franskan mann eftir gróf náttúruspjöll

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra lögsækir franskan mann eftir gróf náttúruspjöll
Fréttir
Í gær

Segist hafa fengið símtal frá heimilislækni sem bauð henni umdeilt „töfralyf“

Segist hafa fengið símtal frá heimilislækni sem bauð henni umdeilt „töfralyf“
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir um slaufun Ivu Marín – „Ég myndi persónulega ekki vilja standa að því að útiloka fólk frá þátttöku í samfélaginu til að passa upp á einhverja PR-ímynd“ 

Skiptar skoðanir um slaufun Ivu Marín – „Ég myndi persónulega ekki vilja standa að því að útiloka fólk frá þátttöku í samfélaginu til að passa upp á einhverja PR-ímynd“ 
Fréttir
Í gær

Segja að Pútín sé tregur til að gera nauðsynlegar breytingar

Segja að Pútín sé tregur til að gera nauðsynlegar breytingar
Fréttir
Í gær

Rúmlega 4.300 hafa fundist látnir í Tyrklandi og Sýrlandi

Rúmlega 4.300 hafa fundist látnir í Tyrklandi og Sýrlandi