fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í níðstangarmálinu – „Við þorum ekki að vera heima“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. apríl 2022 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er formaður Landssambands hestamannafélaga og er með hesta á Skrauthólum. Þessu er augljóslega beint gegn okkur!“ segir Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 við Esju, í samtali við DV.

Níðstöng með dauðum hrosshaus hefur verið reist á svæðinu. Á skrauthólum er rekið Sólsetrið, andleg stofnun sem Linda Mjöll Stefánsdóttir stofnaði. Undanfarið hafa nágrannar Sólsetursins lýst yfir megnri óánægju með sambýlið við íbúa á Sólsetrinu og kvartað undan miklu ónæði.

Er DV hafði samband við Lindu í morgun vissi hún ekkert um níðstöngina. Guðni segir að Linda sé ekki vandamálið: „Linda sjálf er ekki vandamálið. Heldur þessi starfsemi og fjöldi manns sem heldur þarna til og kallar sig skrauthólafjölskylduna. En hún lifir auðvitað á þessu.“

Bendir Guðni á að 15 manns búi á Sólsetrinu og einn íbúanna hafi haft í hótunum við nágranna í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um Sólsetrið.

Sjálfur er Guðni staddur erlendis en hann segir að Kristjana eiginkona hans hafi flúið að heiman í dag með börn og hunda hjónanna.

Níðstöngin er óneitanlega ógnvekjandi. Ofan í kjafti hrossins er upprúllað blað. Aðspurður segir Guðni á á blaðið sé ritað óskiljanlegt ljóð.

„Og enn gera yfivöld ekkert,“ segir Guðni og er langþreyttur á sambýlinu við íbúa Sólsetursins.

Ekki náðist í Lindu Mjöll Stefánsdóttur við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi
Fréttir
Í gær

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Í gær

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“