fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Orðrómur um yfirvofandi hefndarárás í miðbænum vekur ugg – Lögreglan skoðar málið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur til skoðunar óhugnanleg skila­boð sem farið hafa sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem fólk er varað við því að fara í mið­bæinn næstu helgi. Í skilaboðunum kemur fram að meðlimir hópsins sem varð fyrir árásinni á Bankastræti Club síðastliðinn fimmtudag hyggi á hefndir og að í undirbúningi séu stunguárásir, bæði á dyraverði sem og almenna gesti skemmtistaða.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins en í samtali við blaðið sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að þar á bæ væru menn meðvitaðir um skilaboðin og málið sé í skoðun.

„Við erum bara að meta þetta og skoða og teljum okkur vita svona nokkuð hvaðan þetta kemur. Þannig að við ætlum að reyna að stoppa þetta í fæðingu,“ segir Margeir. Aðspurður segir hann of snemmt að segja til um hvort að viðbúnaður lögreglu verði aukinn næstu helgi.

Átti að lækka rostann í ungum misyndismönnum

Eins og fram hefur komið eiga margir þeirra, sem grunaðir eru um að hafa haft aðkomu að hnífaárásinni í Bankastræti Club, bakgrunn í dyravörslu eða starfa við fagið. Einn þeirra sem er í haldi lögreglu er dyravörðurinn John Pétur Vágseið, sem er á fertugsaldri og sagður reka fyrirtæki sem býður upp á dyravörslu fyrir skemmistaði og ýmsa viðburði.  John Pétur er þó ekki skráður fyrir neinu slíku fyrirtæki í Fyrirtækjaskrá.

Samkvæmt heimildum DV var ekkert eitt atvik sem skýrir hvers vegna hnífaárásin umfangsmikla átti sér stað. Um hafi verið að ræða uppsafnaða gremju í garð hóps ungra mismyndismanna sem hafi vaðið uppi undanfarin misseri og hafi árásin átt að lækka í þeim rostann. Miðað við viðbrögð þeirra sem urðu fyrir árásinni hefur það ætlunarverk bersýnilega mistekist.

Einn þolenda árásarinnar á Bankastræti Club birti fyrir skömmu skilaboð á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði ekkert hæft í sögusögnum um yfirvofandi árás næstu helgi. Sagði hann þetta augljóstlega vera kjaftæði og furðar sig á því að fólk trúi þessu.

 

Sjá einnig: Sultuslakir með stungusár eftir Bankastræti Club-árásina – „Mér líður bara eins og king. Ég er bara kóngurinn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu