fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 09:00

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd -Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að heimsfaraldur kórónuveirunnar haldi áfram að gera ferðaþjónustunni hér á landi erfitt fyrir og að veturinn verði erfiður. Líklega koma færri erlendir ferðamenn til landsins í ár en spáð hafði verið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í sumarbyrjun hafi greiningardeildir bankanna spá því að 600-800 þúsund erlendir ferðamenn myndu koma til landsins á árinu. Í lok ágúst spáði Ferðamálastofa því að þeir yrðu um 890 þúsund. En svo verður ekki hefur blaðið eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þeir verði nær því að verða 600.000.

Hann sagði að þetta geri að verkum að erfitt sé að meta mannaflaþörfina fyrir veturinn en hún muni væntanlega fara minnkandi. „Við erum einfaldlega með færri ferðamenn á veturna en á sumrin, rétt eins og önnur nágrannaríki okkar, en við sjáum líka fram á það að ákveðnir hópar muni lítið láta sjá sig í vetur, hópar sem hafa verið okkur mjög mikilvægir,“ er haft eftir honum.

Hann sagði einnig að það hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi sett Ísland á hæsta hættustig í ágúst. „Það hafði ekki afgerandi áhrif á það sem hafði þegar verið bókað þegar þetta gerðist en það hefur alveg haft merkjanleg áhrif á eftirspurnina í kjölfarið, sérstaklega núna í september,“ sagði hann og bætti við að líklega muni fjöldi fyrirtækja, sérstaklega á landsbyggðinni, þurfa að leggja niður starfsemi sina i vetur. Það sé því mikilvægt að framlengja ráðningarstyrki ríkisins til fyrirtækja í ferðaþjónustu fram á næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt
Fréttir
Í gær

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjón Kormákur ritstýrir 24.is nýjum frétta- og mannlífsmiðli – „Ég hef horft uppá þá sem stýra fjölmiðlum ganga um fé eigenda á skítugum skónum“

Kristjón Kormákur ritstýrir 24.is nýjum frétta- og mannlífsmiðli – „Ég hef horft uppá þá sem stýra fjölmiðlum ganga um fé eigenda á skítugum skónum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsíma og fatnaði stolið úr búningsklefa íþróttahúss í Kópavogi – Þolinmóðir lögreglumenn biðu og fundu munina

Farsíma og fatnaði stolið úr búningsklefa íþróttahúss í Kópavogi – Þolinmóðir lögreglumenn biðu og fundu munina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Föstudagskvöld á Ölhúsinu endaði með ósköpum – Sparkaði í fætur lögreglu og fangavarða

Föstudagskvöld á Ölhúsinu endaði með ósköpum – Sparkaði í fætur lögreglu og fangavarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðeins 8% vilja Bjarna Ben sem næsta forsætisráðherra – Þjóðin vill Kötu Jak

Aðeins 8% vilja Bjarna Ben sem næsta forsætisráðherra – Þjóðin vill Kötu Jak