fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Svona líta stórhertar aðgerðir sóttvarnaryfirvalda á landamærunum út

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 10:30

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar reglur um sóttvarnaráðstafanir á landamærunum tóku gildi á miðnætti í nótt og hafa fyrstu farþegar sem þurfa að lúta ákvæðum nýju reglugerðarinnar þegar lent í Keflavík. Von er á sex flugvélum í dag frá London, Þýskalandi, Svíþjóð, Hollandi, Sviss og Póllandi.

Nú munu allir þurfa að fara í sýnatöku óháð því hvaðan er ferðast, hvort viðkomandi hafi verið bólusettur eða hvað ferðamaðurinn er gamall.

Þeir sem hafa bólusetningavottorð eða mótefni frá fyrra smiti þurfa þrátt fyrir vottorð sín að sæta sýnatöku og vera í heimasóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Aðrir fara í hefðbundna sóttkví í fimm daga á milli fyrri og seinni sýnatöku.

Þeir sem eru að koma frá dökkrauðum svæðum, samkvæmt litakóðakerfi sóttvarnarstofnunar Evrópu þurfa að dvelja í sóttkví í farsóttarhúsi. Frá 11. apríl þurfa þeir ferðamenn að greiða 10 þúsund krónur fyrir það. Aðrir fá áfram að dvelja í sóttkví á heimilum sínum. Sóttvarnalæknir birtir lista yfir þau lönd sem eru dökkrauð.

Óheimilt verður að fara út af sóttvarnarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Heimilt verður að koma hlutum til fólks í farsóttarhúsi í gegnum milliliði, starfsfólk farsóttarhússins. Samskonar aðferð er notuð í fangelsum landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki