fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
Fréttir

Giedrius þarf að greiða himinháa sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giedrius Mockus hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða 118.502.498 krónur í sekt til ríkissjóðs og í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dóminn hlaut hann fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélagsins Grandaverk.

Var hann ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum fyrir uppgjörstímabilin nóvember-desember rekstrarárin 2017, 2018, 2019 og 2020 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var eða honum bar að innheimta í starfsemi fyrirtækisins á þessu tímaili og standa skil á til ríkissjóðs.

Alls var, samkvæmt ákærunni, um að ræða virðisaukaskatt sem nam 59.251.249  krónum.

Giedrius krafðist sýknu en til vara vægustu refsingar samkvæmt lögum.

Í niðurstöðu Héraðsdóms er þess getið að fallið hafi verið frá því að ákæra Giedrius einnig vegna persónulegra skattskila hans en það hafi verið ákveðið á grundvelli athugasemda og skýringa hans til Skattsins. Einnig segir að Giedrius hafi hafnað því að sú háttsemi sem honum hafi verið gefin að sök í ákæru sé refsiverð. Hann hafi hins vegar engar athugasemdir gert við þær upphæðir sem tilgreindar voru í ákærunni.

Ólöglegt samkomulag

Í niðurstöðunni segir einnig að Giedrius hafi, í ljósi stöðu hans hjá Grandaverki, borið samkvæmt lögum að gefa út sölureikninga fyrir allri útseldri þjónustu hvers mánaðar, innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum sérhvert uppgjörstímabil. Einnig kemur fram að Giedrius hafi gert samkomulag við forsvarsmann ónefnds fyrirtækis um að gefa ekki út sölureikinga jafnóðum og gera margra ára verk upp við verklok. Í dómnum segir að þetta samkomulag stangist á við lög um virðisaukaskatt og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila. Dómurinn hafnar þeim málsástæðum Giedriusar að háttsemi hans hafi ekki falið í sér neinn ásetning um brot á lögum.

Héraðsdómur Reykjaness segir þær skýringar trúverðugar að umrætt samkomulag hafi komið til þar sem erfitt hafi reynst að fá hitt fyrirtækið til að greiða reikninga á réttum tíma og því hafi verið samið um að fyrirtækið greiddi inn á viðskiptareikning hjá Grandaverki til að hið síðarnefnda gæti greitt laun. Þetta hafi vitni staðfest fyrir dómi. Aftur á móti sé það á ábyrgð Giedrius sem eiganda og framkvæmdastjóra með prókúruumboð að hafa ekki gefið út rétta sölureikninga og þar með ekki innheimt eða staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem borið hafi að innheimta í starfsemi Grandaverks.

Hafi upplýst hann um skyldu hans

Í niðurstöðu dómsins kemur einnig fram að vitni sem séð hafi um bókhald fyrir Giedrius segist hafa gert honum grein fyrir að hann yrði að gefa út sölureikninga jafnóðum og vinnan var innt af hendi.

Í ljósi alls þessa sé það sannað að um að Giedrius hafi framið brot sín af ásetningi. Hann hafi ekki gefið út sölureikninga vegna þeirrar vinnu sem innt hafi verið af hendi á hverjum tíma og ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýsrslum vegna Grandaverks og þar að auki skilað röngum virðisaukaskattsskýrslum á því tímabili sem um ræðir.

Engu breyti þótt Giedrius hafi eftir að rannsókn skattrannsóknarstjóra hófst í desember 2021 skilað virðisaukaskattsskýrslu og greitt virðisaukaskatt á árinu 2022.

Tillit var þó tekið til þess við ákvörðun refsingar. Því þótti hæfilegt að dæma Giedrius í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 118.502.498 króna í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins kemur 360 daga fangelsi í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað tekur við hjá Elizu? – Dauði diplómats á dagskránni

Hvað tekur við hjá Elizu? – Dauði diplómats á dagskránni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn um manninn sem var handtekinn á 17. júní: Hafði misst meðvitund á Austurvelli stuttu áður en enginn sjúkrabíll kom

Kristinn um manninn sem var handtekinn á 17. júní: Hafði misst meðvitund á Austurvelli stuttu áður en enginn sjúkrabíll kom
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn undrandi á Andrési – „Svona ummæli gera fátt annað en að skapa úlfúð“

Lögreglumenn undrandi á Andrési – „Svona ummæli gera fátt annað en að skapa úlfúð“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir svar Hildar í gærkvöldi stórfurðulegt – Trúverðugleikanum endanlega sturtað niður í holræsið

Vilhjálmur segir svar Hildar í gærkvöldi stórfurðulegt – Trúverðugleikanum endanlega sturtað niður í holræsið