fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Svarar fangelsismálastjóra fullum hálsi – „Sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður er alltaf eitt og eitt skemmt epli í starfsmannahópnum, það er bara þannig.

Þurfum við ekki að bæta kerfið áður en við bætum við plássum?

Núna þurfum við að horfast í augu við það sem er að gerast inni í fangelsinu og hvað betur má fara. Svo því sé haldið algjörlega til haga er meirihluti fangavarða frábært fólk og vill okkur föngum allt það besta.

Ég hef ekkert á móti Páli Winkel en ég velti því fyrir mér hvaða meðvirkni er með Halldóri Val. Af hverju ver Páll metnaðarleysi Halldórs Vals? Er það metnaðarleysi eða kannski bara getuleysi?“

segir Ólafur Ágúst Hraundal í pistli á Vísi. 

Ólafur, sem hlaut 12 ára dóm í Saltdreifamálinu svokallaða með dómi Landsréttar 23. júní 2023, skrifaði pistil í gær á Vísi sem DV fjallaði um. Gagnrýnir Ólafur meðal annars aðstöðu fanga og segir þá lítið sem ekkert hafa að gera og metnað skorta hjá forstöðumanni þegar kemur að málefnum fanga.

Sjá einnig: Ólafur afplánar 10 ára dóm og segir Litla-Hraun stjórnlausan dýragarð – „Mislélegar kjötgeymslur“

Páll Winkel fangelsismálastjóri svarar gagnrýni Ólafs og segir hana ekki réttmæta, og hann og samstarfsmenn sína taka gagnrýnina nærri sér. 

„Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur,” sagði Páll í samtali við Vísi í kjölfar pistils Ólafs.

„Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“

Ljóst er að Ólafur er ekki sáttur við svör Páls, því hann skrifar annan pistil í dag þar sem hann segist skilja vel að Páli sárni „að sjá að sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla.“ Spyr Ólafur: „Hvernig er staðan betri? Hvar er meðferðaráætlunin? Hvað er betur gert í fangelsinu í dag samanborið við þann tíma sem Margrét var forstöðumaður? Af hverju hefur allt það góða sem snýr að endurhæfingu eða betrun horfið, hvernig getur forstjóri Fangelsismálastofnunar sagt að allt sé miklu betra? Ef þetta er það besta sem Fangelsismálastofnun getur gert fyrir skjólstæðinga sína, hlýtur rangur maður að taka ákvarðanirnar.“

Ólafur heldur áfram og segir: „Það er auðvelt að fela á bak við lög að ekki þurfi að leggja metnað í það sem hægt er að gera betur! Það er fullt hægt að gera og að fara eftir lögum! Það eina sem þarf að gera er að opna augun og sjá hlutina með opnum huga og skoða án mannfyrirlitningar hvað er í öllum kassanum, ekki bara hálfum kassa. Það er ástæða fyrir því að það sé svona mikil neysla inn í fangelsinu fangar hafa ekkert annað við að vera, takmörkuð vinna og sama og engin virkni í boði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar