fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
433Sport

Tæki Söru Björk opnum örmum á Hlíðarenda

433
Laugardaginn 25. maí 2024 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Már Helgason, sparkspekingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Á dögunum varð það ljóst að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, yrði ekki áfram í röðum Juventus en samningur hennar er að renna út. Hún var áður hjá Lyon og Wolfsburg og hefur átt frábæran feril.

„Ég sé hana ekki fara í enn eitt stórliðið á þessum aldri. En það eru örugglega fullt af stórliðum þarna úti sem vilja fá hana. Ég sé fyrir mér eitthvað skemmtilegt múv úti eða þá að hún komi bara heim. Þá myndi ég halda að hún kæmi í Val,“ sagði Hrafnkell um næstu skref Söru, sem verður 34 ára í haust.

Valsarinn Jóhann myndi taka Söru opnum örmum á Hlíðarenda.

„Ég myndi bjóða hana hjartanlega velkomna í Val. Það væri líka í takti við það sem er í gangi. Gylfi í karlaliðinu og Sara í kvennaliðinu. Það væri bara frábært. En kannski vill hún taka einn samning í viðbót úti. Maður veit ekki hvar hennar metnaður liggur og svo framvegis. En það væri mjög gaman að fá hana í deildina hér heima.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum

EM: Weghorst bjargaði Hollendingum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu

Telur að landsliðsþjálfarar Íslands hafi tekið þessa ákvörðun á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum

Pabbinn keyrði í sex tíma eftir að hafa heyrt fréttirnar – Gerði allt til að hjálpa syninum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað

Barcelona virðist þurfa að játa sig sigrað
433Sport
Í gær

Garnacho mætir á mótið

Garnacho mætir á mótið
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni

Lengjudeildin: Fjölnir á toppnum – Grindavík hafði betur gegn Leikni
433Sport
Í gær

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn

Bayern heldur í vonina þrátt fyrir höfnun á þriðjudaginn
433Sport
Í gær

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild

Kominn aftur heim eftir að félagið tryggði sér sæti í efstu deild
Hide picture