fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
433Sport

Jóhann fer yfir ákærurnar á hendur City á mannamáli – Ljóst að þeim verður ekki bjargað á sama hátt og síðast

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 25. maí 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið verið rætt og ritað um 115 ákærurnar á hendur Manchester City fyrir brot á fjármálareglum. Jóhann Már Helgason sparkspekingur er vel að sér í þessum efnum og útskýrði þetta á mannamáli í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Mál City verður tekið fyrir í haust og fólk veltir því fyrir sér hvernig refsingu félagið hlýtur, verði það fundið sekt.

„Það eru margir að velta því fyrir sér hvort titlar City verði dæmdir í burtu. Þetta er auðvitað algjörlega fordæmalaust en þeir sem vita mest um þetta telja ólíklegt að þeir breyti sögunni, þeir láti refsinguna gilda í framtíðinni. Þá yrðu dæmd af þeim stig eða í versta falli þeir dæmdir niður um deildir,“ segir Jóhann.

video
play-sharp-fill

Þó ákærurnar séu 115 eru ákæruliðirnir aðeins fáir.

„Þetta eru bara fjórir eða fimm ákæruliðir og svo eru margar ákærur undir þeim liðum. Það sem er helst í þessu er að þeir hafi hreinlega falsað ársreikninga sína. Til að draga þetta saman stutt er það þannig að kostnaður sem átti að lenda á félaginu hafi verið greiddur utan félags, sem hafi þá ýtt þeim yfir FFP reglurnar og þar með hefði átt að draga af þeim stig. Þetta er bara dæmi. Og þeir hefðu þurft að greiða sektir og þar fram eftir götunum.

Svo er verið að tala um að þessir samningar við styrktaraðila séu bara ólöglegir og of nátengdir þriðja aðila. Í grunninn eru þetta þessi atriði. Nærtækt dæmi er að Roberto Mancini (fyrrum stjóri City) var að þiggja greiðslur frá Abú Dabí. Í ákærunni vilja þeir meina að það hafi verið partur af hans launapakka. En City vill meina að svo sé ekki, að þessir samningar séu löglegir,“ segir Jóhann.

City hefur áður verið dregið fyrir dómstóla en fyrir nokkrum árum síðan dæmdi UEFA félagið í bann frá Evrópukeppnum. Dómnum var snúið við í CAS (Aljþoða íþróttadómstólnum). Það sama verður ekki uppi á teningnum í ár.

„City hefur haft afskaplega góða lögfræðinga á sínum snærum en munurinn er sá að þessi dómur getur ekki farið fyrir CAS (Alþjóða íþróttadómstólinn). Þetta fer fyrir ensku úrvalsdeildina og þennan sjálfstæða dómstól þess. Svo að lokum, ef þeir vilja áfrýja, eru það bara breskir dómstólar.“

Umræðan um þetta er í heild í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrumuræða Óskars í beinni á RÚV fær fólk til að tala – „Þú verður bara að taka fokking handbremsuna og rífa hana af“

Þrumuræða Óskars í beinni á RÚV fær fólk til að tala – „Þú verður bara að taka fokking handbremsuna og rífa hana af“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Burnley í formlegum viðræðum við Van Nistelrooy

Burnley í formlegum viðræðum við Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho vill kaupa varnarmann sem hann keypti til United

Mourinho vill kaupa varnarmann sem hann keypti til United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íbúar í Fossvogi sagðir sjá rautt þegar þessi aðili birtist á skjánum – „Fer óheyrilega í taugarnar á þeim“

Íbúar í Fossvogi sagðir sjá rautt þegar þessi aðili birtist á skjánum – „Fer óheyrilega í taugarnar á þeim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Páll talaði digurbarkalega þegar hann réði Ryder í Vesturbæinn – Á nokkrum mánuðum breyttist allt

Páll talaði digurbarkalega þegar hann réði Ryder í Vesturbæinn – Á nokkrum mánuðum breyttist allt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Englendingar ömurlegir í jafntefli gegn Dönum

Englendingar ömurlegir í jafntefli gegn Dönum
433Sport
Í gær

Chelsea hefur áhuga á þrælefnilegum miðverði

Chelsea hefur áhuga á þrælefnilegum miðverði
433Sport
Í gær

Vendingar í tíðindum af Mbappe

Vendingar í tíðindum af Mbappe
Hide picture