fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Rútuslys í Rangárvallasýslu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. maí 2024 17:58

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rútuslys varð á Rangárvallavegi í Rangárvallasýslu um fimmleytið í dag. RÚV greinir frá.  Ekki liggur fyrir hvað margir voru í rútunni né hve alvarleg slys urðu á fólki. Þó liggur fyrir að færri en 30 voru í rútunni.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna slyssins.

Uppfært kl. 18:10 DV náði sambandi við Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Hún hefur í raun ekki enn upplýsingar um alvarleika slyssins, hvort einhverjir farþeganna séu alvarlega slasaðir eða hvort mannsbani hafi orðið.

„Það voru undir 30 manns í rútunni, viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn og eru að aðstoða fólk og þyrlur eru á leiðinni. Ítarlegri upplýsingar koma þegar líður á,“ segir Hjördís.

Uppfært kl. 18:20 Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rútan valt við bæinn Stokkalæk. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Skömmu fyrir kl. 17 í dag barst lögreglu tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað. Björgunarstarf stendur enn yfir og unnið er að því að flytja slasaða af vettvangi. Tvær þyrlur LHG aðstoða við flutning slasaðra. Ekki liggur fyrir með hvað hætti slysið varð en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn þess. Sem fyrr segir er enn unnið að björgun á vettvangi slyssins og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Uppfært kl. 18:50 RÚV greinir frá því að önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin af vettvangi og lent við Landspítalann í Fossvogi.

Uppfært kl. 19:55 Alls voru sjö fluttir með tveimur sjúkraþyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. RÚV greinir frá þessu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir:

„Farþegar sem slösuðust í umferðarslysi er rúta valt á Rangárvallavegi hafa verið fluttir á Landsspítalann og Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Opnað hefur verið söfnunarsvæði aðstandenda í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi einnig er svarað í síma 1717.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar