fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
Fréttir

Leitin að hrottanum í Hafnarfirði – Feður vakta göngustíga og óeinkennisklæddar löggur liggja í leyni

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. maí 2024 15:00

Maðurinn hefur sést í appelsínugulum jakka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á máli manns sem hefur ráðist á börn í Hafnarfirði er í fyrsta forgangi hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Vakt einkennis og óeinkennisklæddra lögreglumanna hefur verið aukin á svæðinu þar sem maðurinn hefur athafnað sig. Þá hefur gæsla verið aukin í skólanum og feður byrjaðir að vakta göngustíga.

Málið hefur vakið mikinn óhug og ótta hjá foreldrum barna í Hafnarfirði, einkum í norðurbænum og miðbænum þar sem atvikin hafa átt sér stað. Foreldrar eru harðorðir í ummælum sínum á samfélagsmiðlum og segjast sumir hafa takmarkaða trú á lögreglunni í málinu. Meðal annars foreldrar barna sem hafa lent í manninum og hafa kært mál til lögreglunnar.

Fyrsti forgangur

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, segir að þetta mál í sé í fyrsta forgangi. „Við þurfum að ná þessum aðila. Það gengur ekki að maður veitist svona að börnum,“ segir hann. „Við erum að gera allt sem við getum til að hafa uppi á þessum aðila og fólk verður að treysta okkur fyrir því.“

Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mynd/Lögreglan

Lögreglan hefur aukið eftirlit þar sem árásirnar hafa komið upp. Er um að ræða bæði einkennisklædda lögreglumenn sem og óeinkennisklædda.

Allt efni úr öryggismyndavélum hefur verið skoðað en Skúli segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort fleiri myndavélar verði settar upp til að ná yfir stærra svæði. Ekkert atvik hefur náðst á filmu.

Að öðru leyti vill Skúli ekki tjá sig um þær aðferðir sem notaðar eru við rannsókn málsins. Ekki hafi þó tekist að bera kennsl á manninn.

„Við höfum skoðað ýmsar vísbendingar en við erum ekki komnir með hann,“ segir Skúli.

Fjögur atvik

Fyrsta atvikið átti sér stað á Víðistaðatúni í byrjun mánaðar og annað tæpri viku síðar við Engidalsskóla. Í bæði skiptin var talað um mann í appelsínugulum jakka. Á föstudaginn var tilkynnt um mann sem elti barn nærri Lækjarskóla og bauð því sælgæti. Árásin við Víðistaðaskóla í gær, þar sem maður tók tólf ára stúlku hálstaki, er alvarlegasta atvikið.

Sjá einnig:

Lögregla rannsakar óhugnanlega árás á unga stúlku í Hafnarfirði í morgun

„Rannsókn lögreglu snýr m.a. að því hvort um sama mann var að ræða í öll skiptin, en hún leggur jafnframt áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan,“ segir í tilkynningu lögreglunnar um málið.

Kennarar taka þátt í gæslu

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, segir að foreldrar og börn hafi verið upplýst um málið. Gæsla hafi verið aukin í skólanum.

„Við erum róleg í skólanum en tökum þessu föstum tökum,“ segir Hrönn. „Kennarar ræða við börnin í tíma en við förum eftir aldri og þroska. Við notum ekki hræðsluáróður heldur hóflega umræða um þetta ef þau hafa áhyggjur.“

Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri. Mynd/Víðistaðaskóli

Skólaliðar hafa verið í vörslu í frímínútum og hádegishléi en nú hafa kennarar einnig tekið að sér það hlutverk. Þá er hurðum læst fyrr og fylgst betur með göngum.

Foreldrar hafa einnig tekið að sér vöktun. Meðal annars á leiðinni til og frá skólanum.

„Það voru nokkrir frábærir pabbar sem voru á vakt á göngustígunum,“ segir Hrönn.

Hrönn segir skólann í þéttu samstarfi við lögregluna í þessu máli. Einnig að það sé net myndavéla við skólann, en það nái þó aðeins yfir lóðina sjálfa. „Það er ekkert svo langt síðan við fengum myndavélarnar,“ segir hún.

Engar ákvarðanir um fleiri myndavélar

Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs og skólastjóri í Öldutúnsskóla, segir Víðistaðaskóla hafa tekið málið föstum tökum. Einnig að bærinn sé í samskiptum við lögregluna sem fari með rannsókn málsins.

Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs. Mynd/Framsóknarflokkurinn

„Við í bæjarstjórn höfum ekki haft ráðrúm til að setjast niður og fara yfir það en vissulega er þetta mál sem er komið inn á borð hjá okkur og í samtölum okkar á milli. Það verða allar hliðar skoðaðar,“ segir Valdimar aðspurður um hvort eftirlit verði aukið. „Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um öryggismyndavélar eða annað.“

Segist hann treysta lögreglunni og skólayfirvöldum til að takast á við málið. Valdimar segir engar aðgerðir verið gerðar í Öldutúnsskóla en foreldrar ræði sín á milli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandaríkin og NATÓ undirbúa sig undir hugsanlega innrás Rússa í Evrópu

Bandaríkin og NATÓ undirbúa sig undir hugsanlega innrás Rússa í Evrópu
Fréttir
Í gær

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu

Hilda Jana gáttuð á framgöngu meirihlutans á Akureyri – Láta aldraða bíða, neita að borga reikningana og neita að gera grein fyrir máli sínu
Fréttir
Í gær

Kristinn um manninn sem var handtekinn á 17. júní: Hafði misst meðvitund á Austurvelli stuttu áður en enginn sjúkrabíll kom

Kristinn um manninn sem var handtekinn á 17. júní: Hafði misst meðvitund á Austurvelli stuttu áður en enginn sjúkrabíll kom
Fréttir
Í gær

Svandís segir marga ekki átta sig á möguleikanum á ókeypis láni mánaðarlega

Svandís segir marga ekki átta sig á möguleikanum á ókeypis láni mánaðarlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jose Luis veitingamaður á Caruso er látinn

Jose Luis veitingamaður á Caruso er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólaplássum fækkað um 940 og meirihlutinn geti bara kennt sjálfum sér um stöðuna – Tap foreldra geti numið 6,5 milljónum

Leikskólaplássum fækkað um 940 og meirihlutinn geti bara kennt sjálfum sér um stöðuna – Tap foreldra geti numið 6,5 milljónum