fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Brotist inn hjá Frosta í dag og ómetanlegum verðmætum stolið – Heitir fundarlaunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. maí 2024 20:20

Frosti Jón Runólfsson. Mynd: Ómar Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn góðkunni, Frosti Jón Runólfsson, varð fyrir því áfalli í dag að brotist var inn á heimili hans í Hátúni og þaðan stolið verðmætum sem tengjast vinnu hans og eru í raun ómetanleg. Frosti heitir á almenning að deila FB-færslu sinni og þessari frétt og segist tilbúinn að greiða fundarlaun ef hlutirnir skila sér aftur í hendur hans.

Frosti segir á Facebook:

„KÆRU VINIR ATH!!!!

Í dag var brotist inn til mín heima í Hátúni Rvk.

Það var stolið ýmsu, mac laptop (sem er læst), peningum, kortum og öðru en það sem sárast er að það var stolið öllum flökkurunum mínum!!!!

ALLT MYNDEFNI SEM ÉG HEF GERT UM ÆVINA er þar : stuttmyndir, heimildamyndir, tónlistarmyndbönd…GONE

Af þessu myndefni er mér mikilvægast fyrstu fjögur ár dóttur minnar.

Fæðingin hennar, hún að læra að labba, utanlandsferðir og öll þessi fallegu persónulegu andartök sem manni þykir mest vænt um!

Ég var virkilega iðinn við að taka hana upp svo þetta eru um það bil 50 klst af myndefni af henni og er það nú í höndum einhverra sem er sennilega skítsama. Myndefni sem mig langaði að hún myndi einn daginn fá. Ég er algjörlega devestated í þessum skrifuðu orðum, lamaður af ráðaleysi.

En mig langar til þess að finna þessa hluti aftur með öllum ráðum.

Ef einhver getur aðstoðað mig við að finna þá sem að brutust inn myndi ég glaður borga fyrir þessa hluti tilbaka.

Ég er í algjöru áfalli og myndi virkilega þiggja aðstoð og að þið deilið þessu sem mest“

Tugir klukkustunda efni af dóttur hans

Innbrotið átti sér stað milli kl. 15 og 17 í dag (fimmtudaginn 23. maí). Lögregla kom á vettvang og málið er til rannsóknar. Segir Runólfur að lögreglan hafi verið hjálpsöm en mikilvægt sé að ná til almennings í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla í leit að upplýsingum um brotið.

„Það var tekin tölvu sem ég var með í láni frá vini mínum og er læst þannig að enginn ætti að geta notað hana. En það sem er mikilvægast eru þessir flakkarar sem voru teknir. Ég er búinin að vera að gera kvikmyndir, stuttmyndir og heimildarmyndir alla ævi og þarna á meðal eru myndir sem ég á eftir að klippa og eru ósýndar,“ segir Frosti í samtali við DV.

Mestu máli skiptir samt ómetanlegt myndefni af fjögurra ára dóttur Frosta. „Mikilvægust eru þessi vídeó af dóttur minni. Ég er búinn að vera að dokúmentera hana eins og hvert annað verkefni síðan hún fæddist og er kominn með upp í tugi klukkutíma af henni, búinn að raða inn í rétta tímaröð og inn í kippiforrit, þannig að einn daginn geti hún séð sögu sína.“

Frosti segir þetta efni vera ómetanlegt fyrir sig. „En fyrir einhvern annan er þetta verðlaust. Þetta eru bara tíu þúsund króna flakkarar, hvað gerirðu við það á svarta markaðnum annað en að strauja og setja Seinfeld inn á þá?“

Þeir sem hafa upplýsingar um þýfið geta annaðhvort haft samband við lögreglu eða við Frosta beint í gegnum Facebook-síðu hans.

„Ég þigg alla aðstoð og upplýsingar og er reiðubúinn að borga fundarlaun,“ segir Frosti sem vill allt til þess vinna að fá efnið aftur í sínar hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar