fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. maí 2024 18:27

Breyta þarf merkingum um áramótin í ljósi lagabreytinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÁTVR mun þurfa að setja rekjanleikamerkingar á neftóbaksdósir og horn þegar rekjanleikahluti nýju tóbaksvarnarlaganna tekur gildi. Það er ef framleiðslan verður enn þá í gangi. Hún hefur minnkað gríðarlega á undanförnum árum.

Nýju tóbaksvarnarlögin eru sett til þess að innleiða evrópureglugerð sem herðir rekjanleika alls tóbaks. Áður giltu sérstakar reglur um íslenska neftóbakið, eða „ruddann“ eins og margir kalla það.

Sveinn Víkingur Árnason, framleiðslustjóri ÁTVR, segir enga ástæðu til þess að breyta innihaldi neftóbaksins við þessi tímamót. Reglurnar fjalli ekki um það og neftóbaksframleiðslan standist fullkomlega íslenskar reglur.

Lífseigar mýtur

Í ljósi vanmerkinga á umbúðunum hafa ýmsar mýtur fengið að vera á sveimi varðandi innihald tóbaksins. Ein sú lífseigasta er sú að í því séu mulin glerbrot, sett í til þess að rífa upp slímhúðina og gera aðgang tóbaksins að blóðrásinni auðveldari.

„Það er algjör steypa,“ segir Sveinn. „Einhvern tímann heyrðum við líka að það væri hrossaskítur í neftóbakinu. Það er líka vitlaust.“

Í íslenska neftóbakinu eru tóbakslauf eða hrátóbak, innflutt frá Svíþjóð. Einnig vatn, salt, ammoníak og pottaska. En pottaska er efnasamband kalíns og karbónats, efni sem er meðal annars notað til að búa til gler, sápu og áburð.

Sveinn segir að verið sé að trappa neftóbaksframleiðsluna niður. Mynd/ÁTVR

Fyrir rúmum áratug síðan var mikil umræða um innihaldslýsingar neftóbaks en þá hafði ÁTVR nýlega upplýst Landlæknisembættið um magn krabbameinsvaldandi efna í neftóbaki eftir mælingar. Kom einnig fram að í íslenska neftóbakinu er nærri tvöfalt magn nikótíns en í því sænska (General Snus), það er 2,8 prósent á móti 1,67 prósentum.

Sérstök neftóbaksdeild lögð niður

Undanfarið hefur verið fjallað um að íslenska neftóbakið sé á útleið. Forsvarsmenn ÁTVR hafa greint frá því að salan hafi hríðfallið frá árinu 2019 þegar hún náði námarki, líklegast vegna tilkomu nikótínpúða sem hafa verið gríðarlega vinsælir hjá ungu fólki. Ungir karlmenn voru þeir sem notuðu íslenska neftóbakið langmest, og þá undir vör en ekki í nösina eins og vaninn var áður fyrr.

Aðspurður um þetta segir Sveinn að búið sé að leggja niður deildina sem framleiddi neftóbak og sameina hana annarri deild. Áður fyrr voru fimm starfsmenn sem komu að framleiðslu neftóbaksins en í dag séu þeir aðeins tveir, sem starfi við þetta tvisvar sinnum í viku. Sumt starfsfólkið hefur verið fært til innan ÁTVR en annað horfið til annarra starfa.

„Við höfum trappað þetta niður í rólegheitum,“ segir Sveinn.

Aðspurður um hvort eða hvenær framleiðslunni verði einfaldlega hætt segist Sveinn ekki geta svarað því. Eins og staðan sé í dag sé enn þá verið að framleiða neftóbak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar