fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 21:25

Samsett mynd - Arnar Sverrisson og Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gær þá hefur sálfræðingurinn Arnar Sverrisson verið harðlega gagnrýndur fyrir pistilinn Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“. Umræddur pistill birtist á Vísi, en þar hefur Arnar gjarnan birt pistla undanfarin ár. Nú hafa bæði Landspítalinn, nánar tiltekið Trans-teymi hans, og Sálfræðingafélag Íslands birt yfirlýsingar í kjölfar pistilsins.

Sjá einnig: Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Í yfirlýsingu Trans-teymis Landspítala kemur fram að grein Arnars sé er „uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu“. Þá kemur einnig fram að greinin sé „særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“.

Þau Elsa Bára Traustadóttir, Sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði og Óttar Guðmundsson, Geðlæknir, er skrifuð fyrir greininni og þau fullyrða að sú mynd sem að Arnar dragi upp af transfólki endurspegli á engan hátt raunverulegan vanda þess.

Yfirlýsingu Trans-teymis Landspítala má lesa hér að neðan:

„Þann 9. ágúst birtist grein eftir Arnar Sverrisson sálfræðing á Visir.is með fyrirsögninni Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“.

Þessi grein er uppfull af rangfærslum, fordómum og vanþekkingu og væri of langt mál að tíunda það nákvæmlega.

Tilgangur greinarinnar er óljós og í raun óskiljanlegur. Það er algengt að sálfræðingar skrifi greinar um sálfræðileg málefni í fjölmiðla til að upplýsa og fræða fólk um ákveðinn vanda sem höfundar greinanna hafa þekkingu á. Því er ekki til að dreifa í umræddri grein. Það er fáséð að sálfræðingur gerist sekur um svo grófar rangfærslur og vanþekkingu sem hér um ræðir. Það er alvarlegast við umrædda grein að hún er á margan hátt særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg þar sem höfundur gerir lítið úr raunverulegum þjáningum trans fólks sem margt hvert glímir við tilfinningalegan og félagslegan vanda vegna kynvitundar sinnar.

Undirrituð eru sálfræðingur og geðlæknir sem hafa starfað í Trans teymi Landspítala um árabil. Við viljum vekja athygli á því að það sem fram kom í grein Arnars endurspeglar ekki á nokkurn hátt raunverulegan vanda trans fólks eða þörf þeirra fyrir heilbrigðisþjónustu, né heldur viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til trans fólks.

Elsa Bára Traustadóttir, Sérfræðingur í klínískri sálfræði og réttarsálfræði

Óttar Guðmundsson, Geðlæknir“

 

Í yfirlýsingu Sálfræðingafélagsins er lögð áhersla á siðareglur Sálfræðinga þar sem að kemur fram að sálfræðingur skuli ekki nota „þekkingu“ sína  til að „skaða, nota eða kúga neina manneskju“. Þá segist félagið fagna fjölbreytileikanum, auk þess sem það sendi baráttukveðjur til hinsegin fólks.

Yfirlýsingu Sálfræðingafélagsins má lesa hér að neðan:

„Sálfræðingafélag Íslands leggur áherslu á að borin sé virðing gagnvart öllu fólki óháð kyni, kynvitund, kynhneigð eða skoðunum. Allir eiga rétt á virðingu og jafnrétti.

Sálfræðingar eru heilbrigðisstétt og ber að starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og starfa sálfræðingar Sálfræðingafélagsins samkvæmt samnorrænum siðareglum. Í siðareglum sálfræðinga er fjallað sérstaklega um virðingu og kemur þar fram að sálfræðingur skuli virða „grundvallarréttindi einstaklingsins, reisn hans og gildi og gætir þess að þekking hans sé ekki notuð til að skaða, nota eða kúga neina manneskju“, einnig kemur fram að sálfræðingur skuli „virða einstaklingsbundinn, hlutverkatengdan og menningarlegan mun sem snertir starfshæfni, kyn, kynhneigð, þjóðlegan uppruna, aldur, trúarbrögð, tungumál og samfélagsstöðu ásamt því að taka tillit til þeirra takmarkana sem liggja í eigin menningarlegum, stéttarlegum og kynbundnum forsendum.“

Sálfræðingafélag Íslands fagnar fjölbreytileikanum og sendir baráttukveðjur til hinsegin fólks með von um að landsmenn allir opni huga sinn og hjarta fyrir fjölbreytileikanum.

Stjórn Sálfræðingafélag Íslands

Siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Vesturbænum

Líkamsárás í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

Stjúpfaðir í felum

Stjúpfaðir í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð