fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Kristinn: Biskup lagður í þrálátt og yfirgengilegt einelti, „#youtoo“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristni H. Gunnarssyni, fyrrverandi alþingismaður, blöskrar umræðan um kjaramál Agnesar Sigurðardóttur biskups eftir að hún fékk ríflega launahækkun hjá Kjararáði. Eins og flestir vita hækkuðu laun embættis biskups um rúmlega 20 prósent, afturvirkt til eins árs. Fékk hún því rúmlega þriggja milljón króna eingreiðslu. Þá hefur mikið verið til umræðu að hún greiði aðeins 90 þúsund króna leigu af næstum 500 fermetra embættisbústað sínum á Bergstaðastræti.

Af hverju ráðist að biskupi einum?

Kristinn slengir fram nýju myllumerki á Facebook, #youtoo, og beinir spjótum sínum að fjölmiðlum í þessu sambandi. Sérstaklega Fréttablaðinu, sem hann telur að hafi lagt biskup Íslands í „þrálátt og yfirgengilegt einelti“. „Þið líka“ segir Kristinn.

Samkvæmt Kristni hefur biskup ekki notið sannmælis miðað við aðra embættismenn og nefnir hann að ástæðan sé að biskup sé kona. Hann segir: „Spurningin um það hver launin eiga að vera getur ekki með neinni sanngirni verið beint að biskupi einum. Laun biskups eru svipuð og ákveðins hóps embættismanna og þó frekar heldur lægri. Það er sérstaklega ómaklegt og ósanngjarnt í þessari umræðu að vega að biskupi.“

Agnes hefur verið gagnrýnd fyrir að sækja sjálf um endurskoðun kjara hjá Kjararáði haustið 2015. Hefur hún verið sökuð um græðgi í því samhengi og miklar umræður skapast á síðu Kristins. Hann segir: „ Allir embættismenn sem voru lækkaðir í launum eftir hrunið hafa sótt hækkun aftur og fengið. Það að leggja einn þeirra í einelti og saka um græðgi og annað fleira er hvorki málefnalegt né sanngjarnt. Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni.“

Fjölmiðlar ráðist markvisst gegn Þjóðkirkjunni

Um það að biskup hafi fengið afturvirka hækkun segir Kristinn: „Það sýnist mér vera mest gagnrýnt að biskup hafi fengið launahækkunina afturvirkt. Þá er að lesa úrskurð Kjararáðs. Þar kemur ekki fram hvers vegna svo er. En erindi biskups er frá maí 2015. Svo úrskurðurinn er rúmum tveimur árum síðar. kannski er afturvirknin til þess að bæta fyrir seinaganginn hjá Kjararáði.“ Bendir hann á að afturvirkni sé regla frekar en hitt hjá Kjararáði og nefnir til dæmis úrskurði ráðsins í sumar um kjör sendiherra, hagstofustjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri hópa.

„Þá er spurningin : af hverju þegja fjölmiðlar yfir þessu?
Af hverju vega þeir allir að biskup?
Af hverju er þetta einelti gagnvart biskup?
Því verða þeir að svara, en það er mín ágiskun að þeir séu markvisst og meðvitað að ráðast gegn þjóðkirkjunni og vilji veikja hana.“

Forsetinn karl en biskup kona

Kristinn lætur það ekki duga að verja biskup á sinni eigin Facebook síðu. Eins og riddari stígur hann fram á bloggi Egils Helgasonar þar sem embættisbústaður biskups er borinn saman við Bessastaði en forseti borgar ekki leigu af sínum bústað. „Góður punktur með forsetann og Bessastaði. Ekki nokkur fjölmiðlamaður sem þessa daganna hamast á biskupnum sér neina samsvörun við forsetann. Er það vegna þess að biskupinn er kona en forsetinn karl?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki