fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fréttir

Sviðin jörð Jóhanns í Já iðnaðarmönnum

Kennitöluflakk og þjófnaðir – Dæmdur fyrir nauðgun og fíkniefnasmygl á tíunda áratugnum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 22. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var tilkynnt um 126 milljóna króna gjaldþrot fyrirtækis sem áður hét Já iðnaðarmenn. Eigandi fyrirtækisins, Jóhann Jónas Ingólfsson, hefur margoft komið við sögu lögreglu undanfarna áratugi. Hann hefur meðal annars hlotið dóm fyrir nauðgun, þjófnað og innflutning eiturlyfja. Þá flúði hann land á sínum tíma og slapp þannig við afplánun fangelsisdóms. Í kjölfar áðurnefnds gjaldþrots hefur Jóhann fært rekstur Já iðnaðarmanna yfir á aðra kennitölu og heldur áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist. Að sögn birgja skilur Jóhann eftir sig sviðna jörð.

Breytti um nafn rétt fyrir gjaldþrot

Þann 11. desember síðastliðinn lauk skiptum í þrotabúi Verktaka og endurbóta ehf. Lýstar kröfur voru um 126 milljónir króna en engar eignir fundust í búinu. Félagið hét áður Já iðnaðarmenn ehf. en þann 27. mars á þessu ári, þegar ljóst var að gjaldþrot blasti við, var nafni fyrirtækisins breytt í Verktakar og endurbætur ehf. Félagið var síðan úrskurðað gjaldþrota nokkrum vikum síðar eða þann 12. apríl. Lauk þar með tæplega tveggja ára rekstrarsögu félagsins.

Eigandi fyrirtækisins, Jóhann Jónas Ingólfsson, er þó hvergi nærri af baki dottinn. Hann hefur haldið áfram með rekstur Já iðnaðarmanna á annarri kennitölu eins og ekkert hafi í skorist. Þá hefur Jóhann auglýst grimmt eftir starfsmönnum undanfarna mánuði, til dæmis eftir smiðum, málurum, bifvélavirkjum, verkstjóra og traustum og ábyggilegum fjármálastjóra. Umsvifin virðast því vera talsverð enda óhætt að fullyrða að eftirspurnin eftir iðnaðarmönnum og verktökum hefur sjaldan verið meiri.

Aldrei kynnst öðrum eins siðblindingja

Já iðnaðarmenn hafa komið að margs konar verktakastarfsemi undanfarin misseri. DV hefur heimildir fyrir því að margar kvartanir vegna starfseminnar hafi borist til eftirlitsaðila undanfarna mánuði. Þá hafi fyrirtækið verið kært til lögreglu vegna meints brots á iðnaðarlögum. Brotin felast í því að ófaglærðir starfsmenn hafi verið að sinna verkefnum sem þeir höfðu engin réttindi til að vinna.

Þess konar fúsk hefur orðið til þess að margir viðskiptavinir sitja eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Já iðnaðarmenn. Þá hafa birgjar einnig orðið illa úti. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár og ég hef aldrei kynnst öðrum eins siðblindingja,“ segir Ingólfur Steingrímsson, eigandi Kvarna ehf. Félagið leigir meðal annars út vinnupalla fyrir verktaka og hefur Ingólfur brennt sig á viðskiptum sínum við Jóhann. „Hann skuldar okkur tæplega sex milljónir auk þess sem hann er enn með palla fyrir um tvær milljónir króna. Þegar við höfum gengið á hann þá vísar hann bara á skiptastjóra þrotabúsins og virðist telja að málið komi sér ekki lengur við,“ segir Ingólfur.

Sömu sögu er að segja að af samkeppnisaðila Kvarna, Stoð pallaleigu. „Við höfum unnið saman við að hafa upp á pöllunum sem Jóhann hefur leigt af okkur. Við höfum verið að finna þá um allan bæ þar sem Jóhann er með verk í gangi á nýju kennitölunni,“ segir Ingólfur. Hann fordæmir framgang lögreglu og eftirlitsaðila í málinu. „Ég kærði Jóhann fyrir löngu en hann er ekki einu sinni kallaður til skýrslutöku. Á meðan fær hann að halda áfram óáreittur og skilja eftir sig sviðna jörð,“ segir Ingólfur.

Nauðgun, eiturlyfjasmygl og tálbeituaðgerð

Ef framferði Jóhanns undanfarin misseri er skuggalegt þá er fortíð hans hið fullkomna myrkur. Hann var fyrst handtekinn fyrir þjófnað árið 1974 en ákæru var frestað skilorðsbundið. Þremur árum síðan fékk hann tvo skilorðsbundna dóma fyrir þjófnað. Í frétt Pressunnar í september 1992 kemur fram að Jóhann, sem þá var 35 ára gamall, hafi komist yfir tuttugu sinnum í kast við lögin á átján árum.

Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar sat Jóhann í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir nauðgun. Nauðgunin átti sér stað í heimahúsi að morgni nýársdags árið 1990. Klæddi Jóhann sofandi konu úr fötunum og hafði við hana samræði gegn hennar vilja. Hlaut Jóhann sex mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir ódæðið. Hann sat inni í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í þrjá mánuði.

í afplánuninni kynntist hann afbrotamanninum Steini Ármanni Stefánssyni og tókst með þeim vinskapur. Steinn Ármann trúði Jóhanni fyrir því að hann ætti von á stórri kókaínsendingu til landsins. Þær upplýsingar ákvað Jóhann að nýta sér til hins ítrasta.

Hann var í erfiðri stöðu því í febrúar 1991 hafði hann verið handtekinn með þrjú kíló af hassi. Ákæra í málinu hafði verið gefin út og átti Jóhann því þungan dóm yfir höfði sér. Um leið og hann lauk afplánun nauðgunardómsins gaf hann sig fram við lögreglu, sagði allt af létta og tók að sér að þykjast ætla að kaupa efnið með það að markmiði að grípa Stein Ármann með það undir höndum. Áætlunin gekk upp og var málið, sem fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun, þekkt sem Stóra – Kókaínmálið. Fram kom að Jóhann hafi freistað þess að fá mildari dóm í hassmáli sínu í staðinn fyrir uppljóstrunina.

Ekki verður hér lagt mat á hvort það ætlunarverk Jóhanns hafi tekist en árið 1993 var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum og kynferðisbrot. Í kjölfarið ákvað Jóhann að yfirgefa landið.

Interpol ekki að standa sig

Þann 26. mars 1999 greindi DV síðan frá því að Jóhann væri aftur kominn til Íslands eftir að dómurinn gegn honum hafði fyrnst. Starfaði hann þá fyrir breskt heildsölufyrirtæki sem lét til sín taka hérlendis. Í frétt blaðsins kom fram að íslensks yfirvöld hefðu leitað til Interpol til þess að hafa uppi á Jóhanni en án árangurs. Blaðamaður hafði þá samband við Jóhann og bar undir hann hvort hann hefði vísvitandi flúið land til þess að komast hjá fangelsisvist. Því svaraði Jóhann: „Nei, ég var ekki að því. Það er ekki við mig að sakast ef Interpol nær ekki að sinna sínu starfi.“ Hélt hann því fram að honum hefði aldrei verið birt boðun um afplánun refsingar og íslensk yfirvöld hefðu auðveldlega getað haft uppi á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur
Fréttir
Í gær

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum