fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Banaslys í teygjustökki rakið til lélegrar enskukunnáttu

Kennarinn sagði „no jump“ – Vera misskildi og taldi hann hafa sagt „now jump“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Cantabria á Spáni hefur úrskurðað að dauði sautján ára stúlku, Veru Mol, sem lést í teygjustökki skammt frá Cabezón de la Sal í norðurhluta Spánar árið 2015, megi að nokkru leyti rekja til lélegrar enskukunnáttu leiðbeinandans.

Vera, sem var hollensk, var með hópi vina þegar kom að því að fara í teygjustökk. Svo virðist vera sem hún hafi talið að allt væri klappað og klárt fyrir stökkið en svo reyndist ekki vera. Hún hrapaði til bana þar sem öryggisfestingar voru enn lausar.

Vitni að atvikinu sögðu að enskukunnátta leiðbeinandans hafi ekki verið upp á marga fiska. Þannig hafi hann sagt „no jump“ en Vera líklega misskilið hann og talið hann hafa sagt „now jump“ eða „stökktu núna“.

Málið fór fyrir dómstóla og samkvæmt úrskurði dómstóls í Cantabria á dögunum á fyrirtækið sem stóð fyrir stökkinu, FlowTrack, nú yfir höfði sér saksókn vegna manndráps af gáleysi. Að mati dómstólsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauða stúlkunnar hefði leiðbeinandinn notað rétta ensku og sagt „don‘t jump“, eða „ekki stökkva“.

Þá var sett út á það að leiðbeinandinn hafi ekki athugað með aldur stúlkunnar, en samkvæmt reglum fyrirtækisins verða þeir sem fara í teygjustökk að hafa náð átján ára aldri. Vera var sem fyrr segir 15 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví
Fréttir
Í gær

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti

Stórtíðindi í nýjustu skoðanakönnuninni – Halla Tómasdóttir komin í annað sæti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki

„Algjör steypa“ að það sé glerbrot og hrossaskítur í neftóbaki